Gréta Bergrún Jóhannesdóttir leiðir rannsóknina.
23. janúar 2026Byggðabragur í Vesturbyggð
Samningur hefur verið undirritaður á milli Rannsóknarseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum, Háskólans á Bifröst og Fjórðungssambands Vestfjarða um rannsókn á áskorunum og tækifærum í nýsameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar, eftir sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
Gréta Bergrún, sérfræðingur við rannsóknarsetrið, mun leiða rannsóknina. Hún felur meðal annars í sér viðtalsferð á Vestfirði, netkönnun meðal íbúa og söfnun annarra gagna.
Rannsóknin er hluti af verkefni Fjórðungssambands Vestfjarða sem hlaut styrk úr sóknaráætlunum. Markmið hennar er að varpa ljósi á byggðabrag, sjálfsmynd íbúa og ímynd hins nýja sveitarfélags.
Verkefnið er að einhverju leyti sambærilegt við fyrri kannanir Rannsóknarsetursins á byggðabrag sveitarfélaga. Niðurstöður rannsóknarinnar munu liggja fyrir í apríl.
Þetta er spennandi verkefni og mikilvægt samstarf við Vestfirðinga
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta