Viðskiptalögfræði, markaður, samkeppni og eftirlit

Háskólinn á Bifröst var fyrstur íslenskra háskóla til að bjóða upp á þverfaglega námsgráðu í lögfræði með BS námi í viðskiptalögfræði. Þar fléttast saman tvær hagnýtar námsgreinar þannig að úr verður fjölbreytt og krefjandi nám sem þjónar hagsmunum atvinnulífsins einkar vel. Námið á sér fyrirmynd víða í nágrannalöndum okkar þar sem slík blanda lögfræði og viðskiptafræði er vinsælt nám.

Ef þú hefur áhuga á þessu grunnámi, gætir þú einnig haft áhuga á þessu:

Opinber stjórnsýsla

Nám í opinberri stjórnsýslu er tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa hjá því opinbera, hvort heldur hjá ríki eða sveitarfélögum eða á vettvangi stjórnmála, þar með talið innan stjórnmálaflokka.

Námið er fléttað saman úr þremur höfuðgreinum þjóðarbúsins; lögfræði, stjórnmálafræði og viðskiptafræði. Nemendur kynnast lagaumhverfi hins opinbera og pólitísku gangverki ríkisvaldsins og fá hagnýta þjálfun í margvíslegri opinberri rekstrarfærni.BA í opinberri stjórnsýslu
Diplóma í opinberri stjórnsýslu

Ef þú ert með áhuga á opinberri stjórnsýslu, gætur þú einnig haft áhuga á þessu:

BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálum
Diplóma í heimspeki, hagfræði og stjórnmálum

Ef þú ert að velta fyrir þér meistaranámi kannaðu þá þetta:

MA - MCM í menningarstjórnun
MA - MCM í áfallastjórnun
Diplóma í áfallastjórnun

Stjórnvísindi

Langar þig að starfa að mannúðarmálum hjá félagsamtökum, , sem fréttamaður eða sérfræðingur hjá ráðuneyti? Háskólinn á Bifröst er eini háskólinn hér á landi sem er með heildstæða námsbraut í heimspeki, hagfræði og stjórnmálum til BA gráðu.

Námsbrautin er kennd að breskri fyrirmynd og miðar að því að búa nemendur undir margs konar krefjandi sérfræðistörf, s.s. í opinberri stjórnsýslu hjá ríki og sveitarfélögum, á fjölmiðlum, hjá félagasamtökum og samtökum vinnumarkaðarins, svo að dæmi séu nefnd.

BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálum
Diplóma í heimspeki, hagfræði og stjórnmálum

Samskiptastjórn, miðlun og almannatengsl

Þessi leitarorð vísa í námsbrautina Miðlun og almannatengsl. Um þverfaglegt bakkalárnám er að ræða sem býr nemendur undir störf við fjölmiðla eða almannatengsl hjá fyrirtækjum, opinberum stofnunum, stjórnmálaflokkum, hagsmunasamtökum eða félagasamtökum. Þá er jafnframt lögð áhersla skriflega og munnlega framsetningu upplýsinga, sem nýst getur á margs konar starfsvettvangi.

Ef þú hefur áhuga á fjölmiðlum, upplýsingamiðlun og hagsmunavörslu gætir þú einnig haft áhuga á þessu:

Menningarstjórnun

Námið er mótað með hliðsjón af íslensku og alþjóðlegu menningarumhverfi. Markmið þess að undirbúa nemendur undir margvísleg störf á menningar- og menntasviði, m.a. með því að veita þeim þjálfun í stefnumótun, stjórnun og rekstri í menningartengdri starfsemi.


Nemendur með MA-MCM meistaragráðu í menningarstjórnun frá Bifröst eru jafnan eftirsóttir starfskraftar og samstarfsmenn á sviði menningar- og menntastjórnunar. Háskólinn á Bifröst er eini háskólinn hér á landi með þetta meistaranám í boði.

Ef þú hefur áhuga á skapandi háskólmanntun sem grunnnám, kannaðu þá þetta:

Áfallastjórnun

Áfallastjórnun snýr að forvörnum og viðbúnaði, viðbrögðum, lærdómi og endurreisn vegna áfalla.


Á síðastliðnum áratugum hafa fyrirtæki, stofnanir og jafnvel heilu samfélögin þurft að glíma við sífellt flóknari áföll, m.a. vegna byggðaþróunar, heimsfaraldurs og loftlagsáhrifa. Á sama tíma krefst almenningur þess að stjórnendur og stefnumótendur geti brugðist rétt við áföllum.

Háskólinn á Bifröst er eini háskóli landsins sem kennir áfallastjórnun. Námið er kennt á meistarastigi og til diplómu. Það er ætlað öllum sérfræðingum og stjórnendum sem þurfa að geta brugðist við óvæntum áföllum í störfum sínum.

MA - MCM í áfallastjórnun
Diplóma í áfallastjórnun

Ef þú hefur áhuga á þessu námi, þá gætir þú einnig haft áhuga á grunnnámi í öryggisfræðum og almannavörnum:

BA nám í öryggisfræði og almannavörnum 

Öryggisfræði og almannvarnir

BA nám í öryggisfræði og almannavörnum er ný námslílna hjá Háskólanum á Bifröst.

Námslínan hentar þeim sem áhuga hafa á stjórnunarstörfum og alþjóðasamskiptum, hvort sem er á vegum hins opinbera, einkaaðila eða félaga- og hjálparsamtaka, ekki síst á sviði öryggismála og almannavarna. Námið veitir innsýn og þjálfun í að leysa áskoranir í öryggismálum meðal annars með hliðsjón af áhrifum stjórnarhátta, skipulagsheilda, fjölmiðla og  upplýsinga- og samskiptatækni.  

Þessi námslína er aðeins í boði við Háskólann á Bifröst.

Ef þú hefur áhuga á þessu námi, gætir þú einnig haft áhuga á þessu:

Diplóma á meistarastigi í áfallastjórnun

Meistaranám í áfallastjórnun

Lögfræði, dómstólar og málsvörn

Meistaranám í lögfræði við Háskólann á Bifröst er krefjandi laganám ætlað þeim sem vilja ljúka fullnaðarprófi í lögfræði og stefna á starf innan réttarkerfisins. Nemandi sem lýkur ML námi og hefur áður lokið grunnnámi í lögfræði öðlast fullnaðarpróf í lögfræði og uppfyllir almenn skilyrði til að gegna störfum dómara og málflytjenda.

Ef þú hefur áhuga á þessu meistaranámi, gætir þú einnig haft áhuga á þessu námi:

Þjónusta, afþreying og verkefnastjórnun

Sérhæfð þekking á þjónustu verður sífellt mikilvægari í markaðsumhverfi nútímans. Þá hefur afþreying verið að ryðja sér til rúms sem helsti grundvöllur ferðaþjónustutengdrar starfsemi. Háskólinn á Bifröst er eini háskóli landsins sem býður sérhæfða kennslu á sviði þjónustu.

Þá hefur verkefnastjórnun hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum samhliða auknum kröfum um sérhæfingu og sérþekkingu stjórnenda á afmörkðum sviðum.

Ef þú hefur áhuga á þessu námi, gætir þú einnig haft áhuga á þessum áherslum í viðskiptafræði:

BS í viðskiptafræði með áherslu á þjónustufræði
BS í viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun

Ef þú hefur áhuga á meistaranámi í viðskiptafræði kannaðu þá endilega þessa möguleika:

MS-MLM í forystu og stjórnun
MS-MLM í forystu og stjórnun - verkefnastjórnun
MS-MMM í markaðsfræði

Mannauðsstjórnun, starfsþróun og samskipti á vinnustað

Mikil eftirspurn er á vinnumarkaði eftir þekkingu á sviði mannauðsmála og stjórnun mannauðs er án efa einn mikilvægasti og umfangsmesti þátturinn í stjórnun fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka.

Auk þess er vaxandi eftirspurn eftir sérfræðingum og mannauðsstjórum í mannauðsdeildum fyrirtækja og stofnana, sem og hjá samtökum á vinnumarkaði.

MS-MLM í forystu og stjórnun - mannauðsstjórnun

Ef þú hefur áhuga á grunnnámi í forystu og stjórnun í viðskiptum gæti eitthvað af þessu átt við þig:

BS í viðskiptafræði
BS í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði
BS í viðskiptafræði með áherslu á þjónustufræði
BS í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind
BS í viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun

Sjálfbærni, rekstur og viðskiptagreind

Á síðustu árum hefur bylting átt sér stað í þróun gervigreindar sem flestar greinar byggja á í dag. Við Háskólann á Bifröst er kennd viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind. Markmiðið er að gera leiðtogum framtíðarinnar kleift að nýta þessa nýju tækni. Áhersla er lögð á virkni hinna ýmsu tegunda hugbúnaðar og notagildi í síbreytilegum heimi viðskipta og er ekki gerð forkrafa um stærðfræði- eða tölvuþekkingu.

Báðar þessar línur henta vel sem áhersla í grunnámi í viðskiptafræði, saman eða önnur hvor.

BS nám í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind
BS nám í viðskiptafræði með áherslu á sjálfbærni

Ef þú hefur áhuga á þessu námi, gætir þú einnig haft áhuga á þessum áherslum:

BS í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði
BS í viðskiptafræði með áherslu á samfélagsmiðlastjórnun
BS í viðskiptafræði með áherslu á þjónustufræði
BS í viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun

Ef þú hefur áhuga á meistaranámi í viðskiptafræði kannaðu þá endilega þessa möguleika:

MS-MLM í forystu og stjórnun
MS-MLM í forystu og stjórnun - mannauðsstjórnun
MS-MLM í forystu og stjórnun - á verkefnastjórnun
MS-MMM í markaðsfræði

Viðskipti, forysta og stjórnun, fjármál

Grunnnám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst er alhliða viðskiptanám sem býr nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í atvinnulífi og samfélagi. Námið samanstendur af almennum viðskiptafræðigreinum eins og fjármálum, reikningshaldi, stjórnun og markaðsfræði.

Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á að mennta ábyrga fyrirtækjastjórnendur sem eru færir um að sýna forystu og taka vel ígrundaðar ákvarðanir.

BS í viðskiptafræði

Ef þú hefur áhuga á þessu námi, gætir þú einnig haft áhuga á þessu en velja má allt að tvær áherslur í BS námi í viðskiptafræði hjá Háskólanum á Bifröst:

BS í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði
BS í viðskiptafræði með áherslu á samfélagsmiðlastjórnun
BS í viðskiptafræði með áherslu á þjónustufræði
BS í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind
BS í viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun

Ef þú hefur áhuga á meistaranámi í viðskiptafræði kannaðu þá endilega þessa möguleika:

MS-MLM í forystu og stjórnun
MS-MLM í forystu og stjórnun - mannauðsstjórnun
MS-MLM í forystu og stjórnun - á verkefnastjórnun
MS-MMM í markaðsfræði
MBL í viðskiptalögfræði

Samfélagsmiðlamarkaðssetning

Hefur þú áhuga á stafrænni markaðssetningu. Er auglýsingastjórnun eitthvað sem þig langar að kunna eða viltu öðlast innsýn í tilgang og eðli samfélagsmiðla og læra hvernig stjórnun stafrænna miðla er háttað? Langar þig að vinna í markaðssamskiptum?

Ef þessar spurningar tala til þín þá er næsta skref hjá þér að ská þig í viðskiptafræði með áherslu á samfélagsmiðlamarkaðssetningu.

BS nám í viðskiptafræði með áherslu á samfélagsmiðlamarkaðssetningu

Ef þú hefur áhuga á þessu námi, gætir þú einnig haft áhuga á einni af þessum áherslum en velja má allt að tvær áherslur:

BS nám í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind
BS nám í viðskiptafræði með áherslu á sjálfbærni
BS í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði
BS í viðskiptafræði með áherslu á þjónustufræði
BS í viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun

Ef þú hefur áhuga á meistaranámi í viðskiptafræði kannaðu þá endilega þessa möguleika:

MS-MLM í forystu og stjórnun
MS-MLM í forystu og stjórnun - mannauðsstjórnun
MS-MLM í forystu og stjórnun - á verkefnastjórnun
MS-MMM í markaðsfræði

Skapandi greinar

BA í skapandi greinum er þverfaglegt nám í viðskiptafræði, stjórnun, menningarfræði og markaðsfræði ætlað þeim sem vilja starfa við þennan ört vaxandi atvinnuveg.


Undir skapandi greinar fellur fjöldi starfa innan þeirra menningar- og hugverkagreina sem tilheyra skapandi greinum, s.s. starf framleiðenda, verkefnastjóra, umboðsmanna, útgefenda, sýningastjóra, listrænna stjórnenda, framkvæmdastjóra, frumkvöðla og „brautryðjenda“.

Sem dæmi um skapandi greinar má svo nefna tónlist, kvikmyndir, leiki, leikhús, hönnun, fjölmiðla, auglýsingar, tísku, upplifun og afþreyingu og nýmiðlun.

BA í skapandi greinum

Ef þú hefur áhuga á skapandi greinum á meistarastigi gæti þetta meistaranám heillað þig:

MA - MCM í menningarstjórnun