BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði

Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, HHS, er nám sem hefur að markmiði að búa nemendur undir framhaldsnám og þátttöku á atvinnumarkaði jafnt innlanlands sem á alþjóðlegum vettvangi. Í því fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda sem jafnan eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að nýta aðferðir og innsýn þessara þriggja greina saman, verður til óvenjulegt og innihaldsríkt grunnnám sem gerir nemendum mögulegt að skilja hvernig ólík sjónarhorn fræðanna geta unnið saman.

Háskólinn á Bifröst er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í HHS. Námsbrautin er sniðin að breskri fyrirmynd og nýtur hún virðingar og vinsælda þar í landi. 

Sérstaða að loknu námi

Nám í HHS miðar að því að veita víðtæka og fjölþætta þekkingu á gangverki nútímasamfélags auk þess að efla gagnrýna hugsun og búa einstaklinga undir krefjandi störf á vinnumarkaði og virka þátttöku í þjóðfélagsumræðu. HHS er þannig góður undirbúningur fyrir margs konar störf á vettvangi stjórnsýslu (í ráðuneytum, stofnunum og hjá sveitarfélögum), fjölmiðla, kennslu og mannúðarsamtaka eða við alþjóðastofnanir, svo einhver dæmi séu nefnd. Margir HHS-ingar starfa einnig á einkamarkaði og hafar sumir stofnað eigin fyrirtæki. Þá er HHS fyrirtaks undirbúningur undir frekara háskólanám, t.d. í hagfræði, stjórnmálafræði, alþjóðasamskiptum, þróunarfræði, menningarfræði eða heimspeki og gagnast einnig vel sem grunnur fyrir stjórnunarnám (t.d. MBA eða MPA).

Nám á Bifröst

Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu til nemenda. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk. Hverri önn er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins. Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðlota, þar sem þú hittir kennara og samnemendur og tekur þátt í umræðum og hópverkefnum.

Önnur sérstaða í kennsluháttum Háskólans á Bifröst er áhersla á samþættingu fræða og framkvæmda, sem miðar að því að auka hæfni nemenda á fyrir vinnumarkaðinn að námi loknu. Nánar um sérstöðu námsins við Háskólann á Bifröst

Framvinda og námslok

Grunnnám er 180 ECTS og á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á tveimur og hálfu ári þar sem boðið er upp á nám á sumarönn. Nemendur geta því lokið 80 ECTS einingum á ári í stað 60. Með þessu móti er hægt að ljúka námskeiðum að mestu leyti á fyrstu tveimur námsárum, en á þriðja ári gera nemendur lokaverkefni auk þess að ljúka einingum sem eftir eru með starfsþjálfun eða valnámskeiðum.  

Námskrá

Námskrá inniheldur upplýsingar um skipulag náms, kennsluaðferðir og námskeiðslýsingar ásamt lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu. Njörður Sigurjónsson, prófessor og forseti félagsvísindadeildar hefur umsjón með náminu. 

Hér má finna skipulag námsins í kennsluskrá

Inntökuskilyrði og umsóknarfrestur

Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr háskólagátt Háskólans á Bifröst.


Hvað segja nemendur

Námið jók víðsýni mína og setti hlutina í stærra samhengi. Kennsla í heimspeki, þar á meðal siðfræði, er eitthvað sem allir sem starfa við stjórnmál, ættu að vera skyldugir til þess að læra. (Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, frkvstj. Pírata)

Umsóknarfrestur er til 10. desember nk.

SÆKJA UM