Verslunarstjórnun

BS nám í viðskiptafræði með áherslu á verslunarstjórnun er fyrir þá sem hafa áhuga á sérhæfðu viðskiptanámi í smásöluverslun og vilja auka við þekkingu sína, færni og leikni á því sviði.

Námið er sérstaklega sniðið fyrir þá sem starfa eða stefna að því að starfa við verslunarstjórnun. Sérhæfing námsins byggir á áföngum sem eru þróaðir með sérþarfir verslunarinnar í huga og með þátttöku lykilfyrirtækja í greininni. Kennarar eru sérfræðingar og með mikla reynslu í verslunarstjórnun.

Sérhæfing námsins kemur fram í eftirfarandi skyldunámskeiðum:

  • Heildræn verslunarstjórnun
  • Birgða-, vöru- og rekstrarstjórnun
  • Þjónustustjórnun
  • Hagnýt lögfræði
  • Inntökuskilyrði

    Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

  • Umsóknarfrestur

    Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2023 er til og með 31. maí.