Skrásetningargjald | 75.000 kr. |
Skrásetningargjald vorönn | 55.000 kr. |
Skrásetningargjald sumarönn | 35.000 kr. |
Skrásetningargjald öryrki (75% mat +), afsláttur | 25% |
Álag skráningartímabils er 15% | 11.250 kr. |
Skrásetningargjöld eru óafturkræf | |
Gjöld vegna prófa | |
Fjarpróf, fyrsta próf | 6.000 kr. |
Fjarpróf, hvert próf eftir fyrsta próf | 3.000 kr. |
Úrbótapróf, endurtekningarpróf | 10.000 kr. |
Sérþjónusta náms- og starfsráðgjafa | |
Lengri námskeið; tvö eða fleiri skipti | 5.000 kr. |
Hópráðgjöf | 10.000 kr. |
Áhugasviðskönnun | 10.000 kr. |
Vottorð og ferilsyfirlit afgreidd á skrifstofu | |
Vottorð til nemanda | 2.000 kr. |
Námsferilsyfirlit | 2.000 kr. |
Námskeiðslýsingar pr. blaðsíðu, hámark fimm bls. | 2.000 kr. |
Brautskráningaryfirlit | 2.000 kr. |
Kvittun vegna skólagjalda/skráningargjalds | 2.000 kr. |
Staðfesting á skráðum einingum með upphæð skrásetningargjalds | 2.000 kr. |
Áætluð brautskráning | 2.000 kr. |
Staðfesting á mætingu á staðlotu | 2.000 kr. |
Staðfesting á undanþágu frá fullu námi vegna menntasjóðs | 2.000 kr. |
Staðfesting fyrir Háskólagátt Háskólans á Bifröst | 2.000 kr. |
Staðfesting á loknum einingum | 2.000 kr. |
Staðfesting á skólavist | 2.000 kr. |
Staðfesting á stöðu ferils | 2.000 kr. |
Afgreiðslugjald vegna erlendra umsókna | |
Vegna nemenda með ríkisfang utan EEA | EUR 50 |
Skólagjöld fyrir sumarönn 2024 | |
Birt með fyrirvara um ásláttarvillur | |
Gjaldskráin gildir fyrir grunnnám, meistaranám, háskólagátt og aðra þjónustu 2024 til 2025.
Allir nemendur Háskólans á Bifröst í einingabæru námi greiða skrásetningargjald. Skrásetningargjald er greitt gegnum tengil í Uglunni í kjölfar skráningar í nám. Með greiðslu skrásetningargjalds staðfestir nemandi skráningu í nám. Skráningartímabil í nám er tilgreint á heimasíðu skólans.
Ef sótt er um nám utan hefðbundins skráningarfrests bætist við sérstakt álag á skrásetningargjald. Skrásetningargjald er ekki endurgreitt ef nemandi hættir námi. Undantekning er á þessu er ef nemandi getur ekki stundað nám vegna veikinda. Þarf nemandi að skila inn gildu vottorði og nemur þá endurgreiðslan 75% skrásetningargjaldsins.
Eindagi skráningargjalds á haustönn er 4. júlí.
Skrásetningargjald Háskólans á Bifröst er til að mæta kostnaði sem annars er ekki greiddur í framlögum frá HVIN. Þessi kostnaður er m.a.
- Kynningarstarf
- Þjónusta annarra en þeirra er vinna við kennslu- og rannsóknarstörf
- Kostnaður við upptökur á fjarkennslu
- Aðgangur að bókasafni skólans
- Skráningarkerfi nemenda og aðgangur að tölvukerfum
- Staðlotur nemenda
- Kostnaður við móttöku nemenda
- Yfirstjórn og stjórnsýsla
- Framlög til nemendafélags
Skrásetningargjald er óafturkræft
Gjöld vegna prófa
Prófagjöld eru miðuð við þann kostnað sem umsýsla prófa felur í sér þ.e. uppsetning prófagagna, greiðslu aðila sem framkvæma fjarpróf ofl.
Þjónusta námsráðgjafa
Verð fyrir þjónustu námsráðgjafa miðast við þá þjónustu sem keypt er hverju sinni.
Vottorð og kvittanir
Nemendur geta nálgast eftirfarandi yfirlit og staðfestingar í Uglu án endurgjalds:
- Brautskráningaryfirlit
- Námsferilsyfirlit
- Námskeiðalýsingar
- Staðfesting á brautskráningu
- Staðfesting á loknum einingum
- Staðfesting á skólavist
- Staðfesting á skráðum einingum
- Staðfesting á stöðu ferils
- Kvittun fyrir skráningargjaldi
Óski nemandi eftir staðfestu yfirliti eða vottorði hjá skrifstofu er innheimt gjald fyrir það (sjá gjaldskrá).
Gjald miðast við áætlaðan prent- og blaðakostnað auk vinnuliðar.
Sé óskað eftir gögnum í pósti er póstburðargjald innheimt samkvæmt gjaldskrá Póstsins hverju sinni
Afgreiðslugjald vegna erlendra umsókna
Umsýslu- og afgreiðslugjald vegna umsókna nemenda með ríkisfang utan Evrópska efnahagssvæðisins, að undanskildum Færeyjum og Grænlandi.
Gjaldskrá þessi gildir fyrir nám á haustönn 2024 og þar til ný gjaldskrá er birt.