Skólagjöld

Skólagjöld eru ákveðin fyrir hvert skólaár í senn. Skólaárið í grunn- og meistaranámi, Háskólagátt og símenntun hefst um mánaðamótin júlí/ágúst. Skólagjöld eru að jafnaði lánshæf hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Ákvörðun um breytingu skólagjalda milli ára er tekin með hliðsjón af áætluðum breytingum á launakostnaði og verðlagi.  Viðmiðunin er 70% við launakostnað og 30% við verðlag.  Ákvörðun er tekin við gerð fjárhagsáætlunar skólans fyrir komandi ár og kynnt á sama tíma.  Breytingar taka gildi á næstu haustönn.  

Innheimtufulltrúi er Elín Davíðsdóttir og hafa má samband við hana gegnum netfangið innheimta@bifrost.is.

Skólagjöld skólaárið 2022-2023 

Háskólagátt

Verð á einingu í Háskólagátt kr. 3.500 og er verðið á 5 eininga áfangi því kr. 17.500.

Grunnnám

Skólagjöld eru innheimt fyrir einingaþrep innan annar. 

Innritunar- og staðfestingargjald er 127.000 kr. og dregst frá skólagjöldum.

Einingar á önnSkólagjöld
 1 - 8 einingar156.000 kr.
 9 - 16 einingar194.000 kr.
 17 - 22 einingar235.000 kr.
 23 > einingar313.000 kr.
Meistaranám

Skólagjöld í meistaranámi eru innheimt fyrir hverja skráða einingu. Nemendur sem eru í opnu meistaranámi greiða eftir sömu gjaldskrá og nemendur í meistaranámi.

Skólagjöld í félagsvísindadeild, lagadeild og viðskiptadeild eru 24.844 kr. á einingu.

Innritunar- og staðfestingargjald er 127.000 kr. og dregst frá skólagjöldum.