Markaðsfræði

BS nám í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði er sérhæft viðskiptanám, sniðið að þörfum þeirra sem vilja auka við þekkingu sína, leikni og hæfni á sviði markaðsfræða.

Nám í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði er ein af sjö mögulegum leiðum til sérhæfingar í námi, en nemandi getur valið um allt að tvær áherslur í BS námi sínu.  

Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa áhuga á að starfa að markaðsmálum. Í náminu er lögð áhersla á möguleika samfélagsmiðla til markaðssamskipta og hvernig ná megi forskoti á mörkuðum á grundvelli markaðsherferða á samfélagsmiðlum.

Þá er einnig lögð sérstök áhersla á að nemendur öðlist reynslu og hæfni til þess að nýta þekkingu sína á hagnýtan hátt. Kennarar eru sérfræðingar á sviði markaðsmála og með mikla reynslu.

Sérhæfing kemur fram í eftirfarandi skyldunámskeiðum:

  • Markaðsfræði II 
  • Neytendahegðun og markaðsrannsóknir
  • Stefnumiðuð stjórnun viðskiptatengsla (CRM)
  • Vörumerkjastjórnun

Til viðbótar standa eftirtalin sérfræðinámskeið til boða:

  • Stjórnun stafrænna miðla
  • Markaðssamskipti og auglýsingastjórnun
  • Markaðsáætlanagerð
  • Nýir straumar í markaðsmálum
  • Stafræn markaðssetning 

Framvinda og námslok

Grunnnám er 180 ECTS einingar og á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á tveimur og hálfu ári þar sem boðið er upp á nám á sumarönn. Nemendur hafa kost á því að sækja um að dvelja 1-2 annir í skiptinámi við erlendan samstarfsskóla. Nemendum gefst einnig kostur á að taka starfsnám með náminu.

Inntökuskilyrði

Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskrá

Námskrá inniheldur upplýsingar um skipulag náms, kennsluaðferðir og námskeiðslýsingar ásamt lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu. Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt við viðskiptadeild, er fagstjóri BS náms með áherslu á markaðsfræði og veitir frekari upplýsingar.

Hér má finna skipulag viðskiptafræðináms með áherslu á markaðsfræði í kennsluskrá 


Umsóknarfrestur er til 31. maí nk.

SÆKJA UM