Markaðsfræði

BS nám í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði byggir á einu breiðasta úrvali markaðsfræðiáfanga sem býðst hér á landi. Nemendur byggja þannig upp heildstæða þekkingu á faglegri stjórnun markaðsstarfs.  Tengsl námsins við atvinnulíf eru náin og áhersla er lögð á raunveruleg verkefni

Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa áhuga á að starfa að markaðsmálum. Lögð er áhersla á möguleika samfélagsmiðla til markaðssamskipta og hvernig ná megi forskoti á mörkuðum á grundvelli markaðsherferða á samfélagsmiðlum.

Þá er einnig lögð sérstök áhersla á að nemendur öðlist reynslu og hæfni til þess að nýta þekkingu sína á hagnýtan hátt. Kennarar eru sérfræðingar á sviði markaðsmála og með mikla reynslu.

Sérhæfing kemur fram í eftirfarandi skyldunámskeiðum:

  • Markaðsfræði II 
  • Neytendahegðun og markaðsrannsóknir
  • Stefnumiðuð stjórnun viðskiptatengsla (CRM)
  • Vörumerkjastjórnun

Til viðbótar standa eftirtalin sérfræðinámskeið til boða:

  • Stjórnun stafrænna miðla
  • Markaðssamskipti og auglýsingastjórnun
  • Markaðsáætlanagerð
  • Nýir straumar í markaðsmálum
  • Stafræn markaðssetning 
  • Inntökuskilyrði

    Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

  • Umsóknarfrestur

    Framlengdur umsóknarfrestur fyrir haustönn 2023 er til og með 5.júní.