Viðskiptagreind

BS nám í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind er sérhæft viðskiptanám sem er sniðið að þörfum þeirra sem vilja auka við þekkingu sína, leikni og hæfni á því sviði.

Nám í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind er ein af sjö mögulegum leiðum til sérhæfingar í námi, en nemandi getur valið um allt að tvær áherslur í BS námi sínu.

Á síðustu árum hefur bylting átt sér stað í þróun gervigreindar sem flestar atvinnugreinar byggja á í dag. Gervigreind og sjálfvirkni er víða að finna í heimi viðskipta. Stjórnendur þurfa í æ ríkari mæli að hafa þekkingu á notkunargildi og þeim möguleikum sem þessi hugbúnaður hefur upp á að bjóða.

Við Háskólann á Bifröst gefst nemendum kostur á grunnnámi í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind. Þannig er stuðlað að því að leiðtogar framtíðarinnar hafi skilning á þessum hugbúnaði og geti notfært sér þessa nýju tækni. Ekki er krafist sérstakra forkrafna í stærðfræði eða tölvuþekkingu. Áhersla er lögð á virkni hinna ýmsu tegunda hugbúnaðar og notagildi í síbreytilegum heimi viðskipta.

Sérhæfingin kemur fram í eftirfarandi skyldunámskeiðum:

  • Ákvörðunarfræði 
  • Upplysingatækni og forritun
  • Vistkerfi gervigreindar
  • Sjálfvirknivæðing
  • Inntökuskilyrði

    Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

  • Umsóknarfrestur

    Framlengdur umsóknarfrestur fyrir haustönn 2023 er til og með 5.júní.