Law Without Walls

Námskeiðið

LawWithoutWalls™  er metnaðarfullt samstarfsverkefni bestu lagadeilda í heimi sem hófst við lagadeild Miami háskóla. Margar virtustu háskólar heims taka þátt í þessu alþjóðlega samstarfsverkefni. Þar má nefna lagadeildir Harvard, Stanford, New York University, Fordham, IE Business School, University College London, University of Sydney og Peking University. Markmið þess er að bregðast við breyttri stöðu lögfræðinga á atvinnumarkaði og umbylta þekktum aðferðum við lögfræðikennslu.  Verkefnið miðar að því að laganemar fái víðari sýn á fræðin og nýti menntun sína í auknum mæli til nýsköpunar. 

Um verkefnið

Háskólinn á Bifröst hefur tekið þátt í verkefninu frá vorönn 2013. Hópurinn fundar vikulega á netinu, þar sem notast er við Adobe Connect, en síðan eru sóttir vinnufundir tvisvar á ári. þar sem þátttakendur vinna saman í litlum hópum að þróunarverkefnum á sviði lögfræði og viðskipta. Í hverjum vinnuhópi eru fulltrúar ólíkra háskóla.

Upphafsfundur KickOff,  var haldinn þann 18.-19. janúar 2014 í Háskólanum St. Gallen, í Sviss.
Niðurstöðufundur ConPosium var haldinn þann 12.-13. apríl 2014 (University of Miami School of Law, USA)

Umsóknir og þátttaka

Þátttaka í verkefninu gefur nemendum færi á að vinna að sameiginlegum verkefnum með  laganemum og kennurum úr bestu háskólum í heimi. Eftirsótt er að taka þátt og er nemendafjöldi úr hverjum háskóla takmarkaður. Tveir nemendur frá Bifröst voru valdir til þátttöku í námskeiði sem ber heitið LawWithoutWalls™ sem fram fór á vorönn 2014.

Námskeiðið er opið nemendum á lokaári í viðskiptalögfræði og ML nemum. Umsóknarferli er miðlægt og fer fram í gegnum skrifstofu LawWithoutWalls í Háskólanum í Miami. 

Upplýsingar um umsóknarferlið má finna hér

Frekari upplýsingar má nálgast með því að senda póst á LWOW@bifrost.is.

Umsjónaraðili námskeiðsins er Helga Kristín Auðunsdóttir