Íslenska sem annað mál

Markmið námsleiðar í íslensku sem öðru máli er að veita þeim sem ekki hafa íslensku sem móðurmál undirbúning í íslensku sem gerir þeim kleift að takast á við háskólanám á íslensku og að geta tekið þátt í íslensku málsamfélagi á vinnumarkaði og öðrum vettvangi.

Námsleiðin í íslensku sem öðru máli spannar stig A1.2 til B1.2 á Evrópska tungumálarammanum. Nemendur taka stöðumat við upphaf náms svo að þeir byrji á getustigi við hæfi. Námið er skipulagt svo þeir sem hefja það á stigi A1.2 geti lokið stigi B1.2 á tveimur árum. Standast þarf stöðumat til að færast á milli stiga og því getur námið tekið lengri eða skemmri tíma. Í boði er að taka stök námskeið að undangengnu stöðumati.

Námið er í fjarnámi svo nemendur geta stundað það samhliða vinnu eða öðru námi, Hvert námskeið er sex vikna langt og geta nemendur búist við að verja um 15-20 klst á viku við námskeiðið.

Kennt er með vendikennslu sem felur í sér að nemendur fá fyrirlestra, verkefni og æfingar á rafrænu formi og sækja síðan vikulega rafræna umræðu- og verkefnatíma með kennurum þar sem þeir fá þjálfun í tali og hlustun á íslensku. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í samræðum í verkefna- og umræðutímum.  

Nemendur sem ekki ná almennum aðgangsviðmiðum í háskólanám og skortir einnig undirbúning í íslensku sem öðru máli, geta tekið háskólagátt fyrir nemendur sem ekki eiga íslensku sem móðurmál samhliða íslenskunámi sínu, og þá styðja námsleiðirnar hvor við aðra.

Umsóknarfrestur rennur út 23. júní nk.

Námskrá aðfaranáms í íslensku sem annað mál 2024-2025 (pdf)

 • Dagskrá námskeiða og stöðuprófa

  Hér að neðan eru hlekkir á dagskrá námskeiða og stöðuprófa fyrir skólaárið 2024-2025. Þau sem eru á öðrum getustigum við upphaf umsókar geta beðið eftir að þeirra getustig sé í boði eða byrjað á lægra getustigi. Verði aðsókn mikil gætu námskeið á fleiri getustigum bæst við og því hvetjum við alla til að sækja um, jafnvel þó að þeirra getustig sé enn ekki í boði."

  Veist þú ekki hvaða getustigi þú ert á? Hér er sjálfspróf sem getur gefið þér til kynna um getustig þitt. Þú getur svo tekið stöðupróf til að fá getustig þitt staðfest. 

 • Evrópski tungumálaramminn
  Common European Framework of Reference for Languages
  Stig A - grunnur að íslensku tungumáli: Íslenska í hversdagslegum aðstæðum

  Orðaforði daglegs lífs – kveðjur, tölur, dagatalið (6 vikur)*

  • Hlustun: Skilja einfaldar setningar um nafn, starf og búsetu
  • Lestur: Einfaldar setningar um daglegt líf
  • Ritun: Einfalt póstkort og eyðublöð
  • Tal og samskipti: Kynna sig, segja frá starfi og búsetu
  * Gert er ráð fyrir að þeir sem hefja nám í íslensku við Háskólann á Bifröst hafi þegar lokið þessu stigi. Einstaka sinnum er námskeiðið kennt ef margir sækja um sem ekki hafa náð því.
  Orðaforði: Fjölskylda, staðir, samgöngur, hversdagslegir hlutir (6 vikur)
  • Hlustun: Algengar setningar þegar fólk segir frá sér (fjölskyldu, búsetu) og talar hægt og skýrt
  • Lestur: Skilja mjög einfalda texta og algeng orð og setningar, skilja auglýsingar með myndum, skilti og kveðjur
  • Ritun: Geta skrifað einfaldar setningar um fjölskyldu, störf og búsetu
  • Tal og samskipti: Geta sagt frá sjálfum sér, fjölskyldu og áhugasviðum, spurt frétta, verslað og lýst hlutum
  Áhugamál, daglegt líf, nánasta umhverfi, verslun og þjónusta (2 x 6 vikur)
  • Orðaforði: Atburðir, verslun, þjónusta, frítími, daglegt líf
  • Hlustun: Skilja stutt samtöl og meginatriði sjónvarpsfrétta og tilkynninga
  • Lestur: Geta lesið stuttar fréttir, skýrar leiðbeiningar, stuttar hversdagslegar sögur og stutt bréf, tölvupósta og smáskilaboð
  • Ritun: Geta skrifað stutta einfalda texta um sjálfan sig og aðra. Geta sent nákomnum einföld skilaboð um áætlanir.
  • Tal og samskipti: Geta spurt og svarað um fréttir og líðan; lýst frístundum, liðnum viðburðum; gert áætanir með öðrum, nýtt þjónustustofnanir og flutt undirbúna kynningu um kunnulegt efni

  Fréttir, stuttar frásagnir, samfélag, staðir, atubðurðir og áhugaverð efni (2 x 6 vikur)

  • Orðaforði: Hversdagsleg, samfélagsleg (t.d. úr fréttum) og vinnutengd málefni. Staðir, reynsla, áhugasvið og frístundir.
  • Hlustun: Skilja hversdagsleg samtöl, geta greint viðfangsefni umræðu og frétta
  • Lestur: Geta lesið stutta texta um kunnuglegt efni, leiðbeiningar, upplýsingar um eiginleika vöru og þjónustu, geta lesið stutta pistla í dagblöðum og tímaritum, geta lesið stuttar einfaldar sögur
  • Ritun: Geta skrifað stuttar lýsingar á athöfnum, atburðum og reynslu (t.d. lýsa ferðalagi)
  • Tal og samskipti: Geta tekist á við flestar hversdagslegar aðstæður, geta tekið þátt í lengri samtölum, sagt frá námi og starfi, átt samskipti um áætlanir og liðna atburði, skipst á skoðunum, sagt frá sögum, veitt leiðbeiningar og flutt kynningu um valið efni.
  Stig B: Sjálfstæð notkun íslensku í samfélaginu
  Íslenska í námi, starfi og frístundum

  Einföld áhugaverð viðfangsefni, stuttar skáldsögur og sjónvarpsefni (2 x 6 vikur)*

  • Orðaforði: Fréttir, atburðir líðandi stundar, orðaforði úr skáldsögum og sjónvarpsefni auk þess sem byrjað er að byggja upp sérhæfðan orðaforða tengdan vinnu, námi og áhugasviðum
  • Hlustun: Skilja samtöl, sjónvarpsefni og kynningar um kunnuglegt efni. Skilja notkunarleiðbeiningar
  • Lestur: Geta lesið texta um efni sem vekur faglegan eða persónulegan áhuga, geta lesið blaðagreinar og pistla, smásögur og styttri skáldsögur.
  • Ritun: Geta skrifað stutta samhæfða texta um reynslu og viðburði. Geta skrifað stuttar vinnutengdar skýrslur, tölvupósta og formleg bréf.
   Tal og samskipti: Geta sagt frá lesnum texta, lýst reynslu, sagt skoðanir sínar og rökstutt þær, flutt undirbúna kynningu og svarað spurningum um hana. Geta hafið, viðhaldið og lokið samtali. Geta óskað eftir þjónustu, t.d. gegnum síma.

  * Nemendur á stigi B1.1 og ofar geta tekið námskeið úr Háskólagátt sem kennd eru á íslensku samhliða íslenskunámskeiðunum, sem styður enn frekar við aukna færni í íslensku

  Nám, starf og menningartengt efni (tvö eða þrjú sex vikna námskeið)

  • Orðaforði: Nám, starf, fagleg, menningartengd og huglæg efni
  • Hlustun: Skilja lengri samtöl, geta fylgt eftir skýrum fyrirlestri á sviði sem er viðkomandi kunnugt, skilja sjónvarpsþætti um áhugaverð efni
  • Lestur: Geta dregið ályktanir af textum sem fela í sér rökstuðning, geta lesið einfaldar skáldsögur, geta skilið aðalatriði í formlegum bréfum
  • Ritun: Geta skrifað ítarlega lýsingu af reynslu, draumi eða ímynduðum atburði. Geta skrifað bréf og tölvupósta sem lýsa reynslu og skoðunum. Geta skrifað um fjölda viðfangsefna nógu vel til að að aðrir geti fylgt eftir sögu eða rökstuðningi. Geta borið saman ólík sjónarmið.
  • Tal og samskipti: Geta tekið þátt í samræðum um kunnugleg efni og tjáð og rökrætt skoðanir, t.d. um menningarefni, geta átt löng símtöl við fólk sem viðkomandi þekkir, geta tekið saman og flutt kynningu með notkun fjölbreyttra heimilda.

  Að loknu stigi B1.2 er miðað við að nemendur hafi undirbúning í íslensku tungumáli til að hefja háskólanám.

 • Skipulag náms og námsframvinda

  Gert er ráð fyrir að þeir sem hafa færni á stigi A1.2 eða A2.1 þegar þeir hefja nám taki námið á tveimur árum og hafi hæfni á stigi B1.2 við lok þess. Nemendur taka stöðupróf til að komast á milli stiga og því getur námið tekið lengri eða skemmri tíma. Hverju stigi er skipt upp í tvö sex vikna námskeið sem hvert jafngildir fimm framhaldsskólaeiningum. Nemendur geta því búist við að verja 15-20 klukkustundum á viku í íslenskunám sitt. Hefðbundin námsframvinda nemanda sem byrjar á stigi A1.2 væri:

  STIG A (fyrra ár)
  STIG B (seinna ár) 
  Haust lota 1 Haust lota 1
  Íslenska sem annað mál A1.2 Íslenska sem annað mál B1.1 fyrri hluti
  Haust lota 2 Haust lota 2
  Íslenska sem annað mál A2.1 fyrri hluti Íslenska sem annað mál B1.1 seinni hluti
  Vor lota 1 Vor lota 1
  Íslenska sem annað mál A2.1 seinni hluti Íslenska sem annað mál B1.2 fyrri hluti
  Vor lota 2 Vor lota 2
  Íslenska sem annað mál A2.2 fyrri hluti Íslenska sem annað mál B1.2 seinni hluti
  Sumarlota  Sumarlota 
  Íslenska sem annað mál A2.2 seinni hluti Akademísk íslenska. B2

 • Aðgangsviðmið

  Aðgangsviðmið 

  Allir sem hafa færni í íslensku sem nemur A1.2 á Evrópskra tungumálarammanum geta hafið nám í íslensku sem öðru máli við Háskólann á Bifröst.

  Þegar sótt er um í fyrsta sinn taka nemendur stöðumat þar sem færni þeirra í íslensku er metin með hliðsjón af evrópska tungumálarammanum svo þeir geti byrjað á námskeiði við þeirra hæfi. Umsækjendur gætu þurft að bíða þar til námskeið á þeirra getustigi verður í boði eða að taka námsskeið á lægra getustigi.

 • Hentugt námsfyrirkomulag

  Nám í háskólagátt er kennt í fjarnámi, en nemendur koma á tvær staðlotur á skólaárinu auk þess sem þeir mæta á nýnemdadaga við upphaf námsins.

  Hver önn skiptist í tvær sex vikna lotur, svo hvert fimm eininga námskeið er kennt á sex vikum auk einnar námsmatsviku. Til viðbótar er kennd upplýsingatækni í tveggja vikna forlotu við upphaf náms á haustönn. Upplýsingar um námslotur og staðlotur má finna í dagskrá skólaársins.

  Í háskólagátt er notast við vendikennslu sem felur í sér að nemendur fá fyrirlestra á rafrænu formi og sækja síðan umræðu- og verkefnatíma með kennurum. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í samræðum í verkefna- og umræðutímum. 

 • Skráningargjöld

  Nemendur í háskólagátt greiða kr. 75.000 í skráningargjald fyrir skólaárið 2024-2025.

  Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna náms og námskeiða. Kannaðu málið hjá stéttarfélaginu þínu.

 • Tækifæri til frekara náms

  Að loknu stigi B1.2 er gert ráð fyrir að nemendur hafi næga íslenskukunnáttu til að hefja háskólanám, en þeir þurfa þá einnig að uppfylla almenn aðgangsviðmið háskóla.

  Þeir sem uppfylla ekki almenn aðgangsviðmið fyrir háskólanám er bent á Háskólagátt Háskólans á Bifröst fyrir nemendur sem ekki hafa íslensku sem móðurmál.