Aðfararnám í íslensku sem annað mál

Markmið aðfaranáms í íslensku sem annað mál er að veita þeim sem ekki hafa íslensku sem móðurmál undirbúning í íslensku sem gerir þeim kleift að takast á við háskólanám á íslensku. Námið gagnast einnig til að geta tekið þátt í íslensku málsamfélagi á vinnumarkaði og á öðrum vettvangi.

Aðfaranám í íslensku sem annað mál spannar stig A.1.2 til B.2 á Evrópska tungumálarammanum. Nemendur taka stöðumat við upphaf náms svo að þeir byrji á getustigi við hæfi. Námið er í fjarnámi og gert er ráð fyrir að nemendur stundi það samhliða vinnu eða öðru námi, svo sem námi við Háskólagátt fyrir nemendur sem ekki eiga íslensku sem móðurmál.

Nemendur sem ekki ná almennum aðgangsviðmiðum í háskólanám og skortir einnig undirbúning í íslensku sem öðru máli, geta tekið háskólagátt fyrir nemendur sem ekki eiga íslensku sem móðurmál samhliða íslenskunámi sínu, og þá styðja námsleiðirnar hvor við aðra.

Í íslenskunáminu er notast við vendikennslu sem felur í sér að nemendur fá fyrirlestra, verkefni og æfingar á rafrænu formi og sækja síðan vikulega umræðu- og verkefnatíma með kennurum þar sem þeir fá þjálfun í tali og hlustun á íslensku. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í samræðum í verkefna- og umræðutímum.  Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2023 er til 14. ágúst.



  • Aðgangsviðmið

    Aðgangsviðmið 

    Allir sem hafa færni í íslensku sem nemur A.1.2. á Evrópskra tungumálarammanum geta hafið nám í íslensku sem öðru máli við Háskólann á Bifröst.

    Þegar sótt er um í fyrsta sinn taka nemendur stöðumat þar sem færni þeirra í íslensku er metin með hliðsjón af evrópska tungumálarammanum svo þeir geti byrjað á námskeiði við þeirra hæfi. Umsækjendur gætu þurft að bíða þar til námskeið á þeirra getustigi verður í boði. 

  • Skipulag náms og námsframvinda

    Gert er ráð fyrir að þeir sem hafa færni á stigi A.1.2 eða A.2.1 þegar þeir hefja nám taki námið á tveimur árum og hafi hæfni á stigi B.1.2 við lok þess. Nemendur taka stöðupróf til að komast á milli stiga og því getur námið tekið lengri eða skemmri tíma. Hverju stigi er skipt upp í tvö sex vikna námskeið sem hvert jafngildir fimm framhaldsskólaeiningum. Nemendur geta því búist við að verja 15-20 klukkustundum á viku í íslenskunám sitt. Boðið er upp á ýmis viðbótarnámskeið til stuðnings auk þess sem nemendur geta tekið námskeið á íslensku í Háskólagátt til að styðja við námið. Dæmi um viðbótarnámskeið eru lesnámskeið í íslensku og styttri sumarnámskeið. Hefðbundin námsframvinda nemanda sem byrjar á stigi A.1.2 væri:

    STIG A (fyrra ár)
    STIG B (seinna ár) 
    Haust lota 1 Haust lota 1
    Íslenska sem annað mál A.1.2 Íslenska sem annað mál B.1.1 fyrri hluti
    Haust lota 2 Haust lota 2
    Íslenska sem annað mál A.2.1 fyrri hluti Íslenska sem annað mál B.1.1 seinni hluti
    Vor lota 1 Vor lota 1
    Íslenska sem annað mál A.2.1 seinni hluti Íslenska sem annað mál B.1.2 fyrri hluti
    Vor lota 2 Vor lota 2
    Íslenska sem annað mál A.2.2 fyrri hluti Íslenska sem annað mál B.1.2 seinni hluti
    Sumarlota  Sumarlota 
    Íslenska sem annað mál A.2.2 seinni hluti Akademísk íslenska. B.2
  • Skráningargjöld

    Verð á einingu í háskólagátt kr. 3.750 og er verðið á 5 eininga áfangi því kr. 18.750. Við samþykkt umsóknar greiðir nemandi hluta skráningargjalda, eða kr. 37.750 í staðfestingargjald, sem jafngildir verði fyrir 10 einingar. Þegar frestur til að skrá sig úr námskeiðum hefur runnið út fær nemandi sendan greiðsluseðil fyrir þeim einingum sem eftir standa. 

  • Tækifæri til frekara náms

    Nemandi sem hefur staðist stöðumat og sýnt fram á færni í íslensku á stigi B.1.2 getur hafið nám á íslensku við Háskólann á Bifröst ef hann uppfyllir aðgangsviðmið að öðru leyti.

    Þeir sem uppfylla ekki almenn aðgangsviðmið fyrir háskólanám er bent á Háskólagátt Háskólans á Bifröst fyrir nemendur sem ekki hafa íslensku sem móðurmál.