Íslenska sem annað mál

Markmið námsleiðar í íslensku sem öðru máli er að veita þeim sem ekki hafa íslensku sem móðurmál undirbúning í íslensku sem gerir þeim kleift að takast á við háskólanám á íslensku og að geta tekið þátt í íslensku málsamfélagi á vinnumarkaði og öðrum vettvangi.

Námsleiðin í íslensku sem öðru máli spannar stig A1.2 til B1.2 á Evrópska tungumálarammanum. Nemendur taka stöðumat við upphaf náms svo að þeir byrji á getustigi við hæfi. Námið er skipulagt svo þeir sem hefja það á stigi A1.2 geti lokið stigi B1.2 á tveimur árum. Standast þarf stöðumat til að færast á milli stiga og því getur námið tekið lengri eða skemmri tíma. Í boði er að taka stök námskeið að undangengnu stöðumati.

Námið er í fjarnámi svo nemendur geta stundað það samhliða vinnu eða öðru námi, Hvert námskeið er sex vikna langt og geta nemendur búist við að verja um 15-20 klst á viku við námskeiðið.

Kennt er með vendikennslu sem felur í sér að nemendur fá fyrirlestra, verkefni og æfingar á rafrænu formi og sækja síðan vikulega rafræna umræðu- og verkefnatíma með kennurum þar sem þeir fá þjálfun í tali og hlustun á íslensku. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í samræðum í verkefna- og umræðutímum.  

Nemendur sem ekki ná almennum aðgangsviðmiðum í háskólanám og skortir einnig undirbúning í íslensku sem öðru máli, geta tekið háskólagátt fyrir nemendur sem ekki eiga íslensku sem móðurmál samhliða íslenskunámi sínu, og þá styðja námsleiðirnar hvor við aðra.

Námskrá aðfaranáms í íslensku sem annað mál 2024-2025 (pdf)

 • Námskeið og stöðupróf á vorönn 2024

  8. janúar - 23. febrúar:

  Íslenska sem annað mál A2.1. fyrri hluti. Teams kennslustundir á miðvikudögum kl. 17:40-18:40
  Íslenska sem annað mál A2.1. seinni hluti. Teams kennslustundir á miðvikudögum kl. 16:20-17:20
  Íslenska sem annað mál B1.1. seinni hluti. Teams kennslustundir á miðvikudögum kl. 16:40-17:40

  1. mars - 19. apríl: 

  Íslenska sem annað mál A2.1. seinni hluti. Teams kennslustundir á miðvikudögum kl. 17:40-18:40
  Íslenska sem annað mál A2.2. fyrri hluti. Teams kennslustundir á miðvikudögum kl. 16:20-17:20
  Íslenska sem annað mál B1.2.. fyrri hluti. Teams kennslustundir á miðvikudögum kl. 16:40-17:40

  22. apríl - 1. júní:

  Íslenska sem annað mál A2.2. fyrri hluti. Teams kennslustundir á miðvikudögum kl. 17:40-18:40
  Íslenska sem annað mál A2.2. seinni hluti. Teams kennslustundir á miðvikudögum kl. 16:20-17:20
  Íslenska sem annað mál B1.2. seinni hluti. Teams kennslustundir á miðvikudögum kl. 16:40-17:40

  Stöðupróf:

  • 2. janúar 2024: Stöðupróf fyrir stig A1.2 fyrir þá sem eru að hefja stig A2.1. Fjarpróf
  • 22. febrúar 2024. Stöðupróf fyrir stig A2.1 fyrir þá sem eru að hefja stig A2.2. Fjarpróf
  • 22. febrúar 2024. Stöðupróf fyrir stig B1.1 fyrir þá sem eru að hefja stig B1.2. Fjarpróf
  • 17. apríl 2024. Stöðupróf fyrir stig A2.1 fyrir þá sem eru að hefja stig A2.2. Fjarpróf
 • Aðgangsviðmið

  Aðgangsviðmið 

  Allir sem hafa færni í íslensku sem nemur A.1.2. á Evrópskra tungumálarammanum geta hafið nám í íslensku sem öðru máli við Háskólann á Bifröst.

  Þegar sótt er um í fyrsta sinn taka nemendur stöðumat þar sem færni þeirra í íslensku er metin með hliðsjón af evrópska tungumálarammanum svo þeir geti byrjað á námskeiði við þeirra hæfi. Umsækjendur gætu þurft að bíða þar til námskeið á þeirra getustigi verður í boði. 

 • Skipulag náms og námsframvinda

  Gert er ráð fyrir að þeir sem hafa færni á stigi A.1.2 eða A.2.1 þegar þeir hefja nám taki námið á tveimur árum og hafi hæfni á stigi B.1.2 við lok þess. Nemendur taka stöðupróf til að komast á milli stiga og því getur námið tekið lengri eða skemmri tíma. Hverju stigi er skipt upp í tvö sex vikna námskeið sem hvert jafngildir fimm framhaldsskólaeiningum. Nemendur geta því búist við að verja 15-20 klukkustundum á viku í íslenskunám sitt. Boðið er upp á ýmis viðbótarnámskeið til stuðnings auk þess sem nemendur geta tekið námskeið á íslensku í Háskólagátt til að styðja við námið. Dæmi um viðbótarnámskeið eru lesnámskeið í íslensku og styttri sumarnámskeið. Hefðbundin námsframvinda nemanda sem byrjar á stigi A.1.2 væri:

  STIG A (fyrra ár)
  STIG B (seinna ár) 
  Haust lota 1 Haust lota 1
  Íslenska sem annað mál A.1.2 Íslenska sem annað mál B.1.1 fyrri hluti
  Haust lota 2 Haust lota 2
  Íslenska sem annað mál A.2.1 fyrri hluti Íslenska sem annað mál B.1.1 seinni hluti
  Vor lota 1 Vor lota 1
  Íslenska sem annað mál A.2.1 seinni hluti Íslenska sem annað mál B.1.2 fyrri hluti
  Vor lota 2 Vor lota 2
  Íslenska sem annað mál A.2.2 fyrri hluti Íslenska sem annað mál B.1.2 seinni hluti
  Sumarlota  Sumarlota 
  Íslenska sem annað mál A.2.2 seinni hluti Akademísk íslenska. B.2
 • Hentugt námsfyrirkomulag

  Nám í háskólagátt er kennt í fjarnámi, en nemendur koma á tvær staðlotur á skólaárinu auk þess sem þeir mæta á nýnemdadaga við upphaf námsins.

  Hver önn skiptist í tvær sex vikna lotur, svo hvert fimm eininga námskeið er kennt á sex vikum auk einnar námsmatsviku. Til viðbótar er kennd upplýsingatækni í tveggja vikna forlotu við upphaf náms á haustönn. Upplýsingar um námslotur og staðlotur má finna í dagskrá skólaársins.

  Í háskólagátt er notast við vendikennslu sem felur í sér að nemendur fá fyrirlestra á rafrænu formi og sækja síðan umræðu- og verkefnatíma með kennurum. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í samræðum í verkefna- og umræðutímum. 

 • Skráningargjöld

  Nemendur í háskólagátt greiða kr. 75.000 í skráningargjald fyrir skólaárið 2024-2025. Þeir sem taka færri en 20 einingar á skólaárinu greiða kr. 3.750 fyrir hverja einingu sem þeir skrá sig í - eða kr. 18.750 fyrir hvert 5 eininga námskeið.

  Skólaárið 2023-2024 greiða nemendur kr. 3.750 fyrir hverja einingu sem þeir skrá sig í – eða kr. 18.750 fyrir hvert 5 eininga námskeið.

 • Tækifæri til frekara náms

  Nemandi sem hefur staðist stöðumat og sýnt fram á færni í íslensku á stigi B.1.2 getur hafið nám á íslensku við Háskólann á Bifröst ef hann uppfyllir aðgangsviðmið að öðru leyti.

  Þeir sem uppfylla ekki almenn aðgangsviðmið fyrir háskólanám er bent á Háskólagátt Háskólans á Bifröst fyrir nemendur sem ekki hafa íslensku sem móðurmál.