Diplómanám í viðskiptalögfræði

Diplómanám er tilvalið fyrir þá sem vilja bæta við sig sérhæfðri þekkingu án þess að fara í fullt háskólanám. Það er tveggja til þriggja anna, 30 ECTS nám og hentar vel samhliða vinnu eða öðrum verkefnum.

Þá er í boði að bæta við sig 30 ECTS valnámskeiðum og ljúka þannig 60 ECTS diplómu. Nemendur geta þannig lagt aukna áherslu á ákveðið svið lögfræðinnar.

Hvaða grunn þarf ég hafa í diplómanámi í viðskiptalögfræði?

Sömu inntökuskilyrði gilda um diplómanám og meistaranám. Inntökuskilyrði í meistaranám er grunnháskólagráða (bakkalár), eða sambærileg menntun af hæfniþrepi 1.2, sem að jafnaði hefur verið lokið með fyrstu einkunn (>7,25) eða jafngildi þess. Nemendur sem ekki hafa grunngráðu í lögfræði þurfa að taka námskeiðið inngangur að lögfræði samhliða eða áður en nám hefst. 

Fyrirkomulag námsins

Skipulag meistaranáms í lögfræði miðar að því að veita nemendum mikið svigrúm til að sinna náminu á sínum hraða samhliða starfi og öðrum verkefnum. Frekari upplýsingar um námsframvindu er að finna í námskrá.