Diplóma í fyrirtækjalögfræði

Diplóma í fyrirtækjalögfræði er 30 ECTS eininga nám, hið eina sinnar tegundar á Íslandi. Námið skapar nemendum sérstöðu á atvinnumarkaðnum og er frábær námsleið fyrir fólk sem vill afla sér hagnýtrar menntunar þar sem kjarninn eru viðskiptatengdar greinar lögfræðinnar. 

Áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í fræðilegum og hagnýtum þáttum sem snúa að lagalegum þáttum viðskipta- og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Nemendur taka námskeið sem sérsniðin eru að þörfum atvinnumarkaðarins og snúa að lögfræðilegri hlið í rekstri fyrirtækja og skattlagningu, vinnurétti og samningagerð. Þannig nýtist námið hvort heldur sem er innan fyrirtækja, á fjármálamarkaði eða hjá hinu opinbera. 

Á erlendum vettvangi hefur fyrirtækjalögfræði notið sívaxandi vinsælda og hafa námskeið fyrirtækjalögfræðinnar verið sérvalin með þetta að leiðarljósi. 

Allar frekar upplýsingar um námið fást hjá kennslusviði Háskólans á Bifröst. Hafið samband við meistaranam@bifrost.is

Umsjón með námslínu: Elín Jónsdóttir er forseti lagadeildar.

Hér má finna skipulag námsins í kennsluskrá skólans.

Umsóknarfrestur er 15. júní fyrir haustönn og 13. desember fyrir vorönn

SÆKJA UM