Diplóma í fyrirtækjalögfræði

Diplóma í fyrirtækjalögfræði er 30 ECTS eininga nám, hið eina sinnar tegundar á Íslandi. Námið skapar nemendum sérstöðu á atvinnumarkaðnum og er frábær námsleið fyrir fólk sem vill afla sér hagnýtrar menntunar þar sem kjarninn eru viðskiptatengdar greinar lögfræðinnar. 

Áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í fræðilegum og hagnýtum þáttum sem snúa að lagalegum þáttum viðskipta- og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Nemendur taka námskeið sem sérsniðin eru að þörfum atvinnumarkaðarins og snúa að lögfræðilegri hlið í rekstri fyrirtækja og skattlagningu, vinnurétti og samningagerð. Þannig nýtist námið hvort heldur sem er innan fyrirtækja, á fjármálamarkaði eða hjá hinu opinbera. 

Á erlendum vettvangi hefur fyrirtækjalögfræði notið sívaxandi vinsælda og hafa námskeið fyrirtækjalögfræðinnar verið sérvalin með þetta að leiðarljósi. 

Diplómanám 

Diplómanám er tilvalið fyrir þá sem vilja bæta við sig sérhæfðri þekkingu án þess að fara í fullt háskólanám. Það er tveggja til þriggja anna, 30 ECTS nám og hentar vel samhliða vinnu eða öðrum verkefnum.

Þá er í boði að bæta við sig 30 ECTS valnámskeiðum og ljúka þannig 60 ECTS diplómu. Nemendur geta þannig lagt aukna áherslu á ákveðið svið lögfræðinnar.

Hvaða grunn þarf ég að hafa fyrir námið?

Sömu inntökuskilyrði gilda um þetta diplómanám og meistaranám. Inntökuskilyrði í meistaranám er grunnháskólagráða (bakkalár), eða sambærileg menntun af hæfniþrepi 1.2, sem að jafnaði hefur verið lokið með fyrstu einkunn (>7,25) eða jafngildi þess. Nemendur sem ekki hafa grunngráðu í lögfræði þurfa ekki að taka almenna lögfræði til þess að skrá sig í diplómanám.

Umsjón með námslínu hefur Elín Jónsdóttir, forseti lagadeildar. 

Hér má finna skipulag námsins í kennsluskrá skólans

Umsóknarfrestur er til 31. maí nk.

SÆKJA UM