Diplóma í fyrirtækjalögfræði

Diplóma í fyrirtækjalögfræði er eina nám sinnar tegundar á Íslandi. Námið skapar nemendum sérstöðu á atvinnumarkaðnum og er frábær námsleið fyrir fólk sem vill afla sér hagnýtrar menntunar þar sem kjarninn eru viðskiptatengdar greinar lögfræðinnar. 

Áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í fræðilegum og hagnýtum þáttum sem snúa að lagalegum þáttum viðskipta- og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Nemendur taka námskeið sem sérsniðin eru að þörfum atvinnumarkaðarins og snúa að lögfræðilegri hlið í rekstri fyrirtækja og skattlagningu, vinnurétti og samningagerð. Þannig nýtist námið hvort heldur sem er innan fyrirtækja, á fjármálamarkaði eða hjá hinu opinbera. 

Á erlendum vettvangi hefur fyrirtækjalögfræði notið sívaxandi vinsælda og hafa námskeið fyrirtækjalögfræðinnar verið sérvalin með þetta að leiðarljósi. 

Skipulag náms

Námslínan eru 30 ECTS einingar en nemendur geta hins vegar bætt við sig 30 ECTS í valgreinum þar að auki og lokið þá 60 ECTS eininga diplómu.

Allar frekar upplýsingar um námið fást hjá kennslusviði Háskólans á Bifröst. Hafið samband við nemendaskra@bifrost.is

Umsjón með námslínu: Njörður Sigurjónsson er forseti félagsvísinda- og lagadeildar, staðgengill hans er Helga Kristín Auðunsdóttir.

Hér má finna skipulag námsins í kennsluskrá skólans.

Ég tel að þessi námslína sé góður valkostur fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem lögfræðingar í viðskiptalífinu enda mikil eftirspurn þar eftir öflugum lögfræðingum með þekkingu á þessu sviði.

- Unnar Steinn Bjarndal,
hrl og lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst