Þjónustufræði

BS nám með áherslu á þjónustufræði er sérhæft viðskiptafræðinám, sniðið að þörfum þeirra sem vilja auka við þekkingu sína, leikni og hæfni á sviði þjónustufræðinnar.

Þjónustufræði er ein af átta mögulegum leiðum til sérhæfingar í viðskiptafræðináminu, en hver nemandi getur valið að hafa allt að tvær áherslur í BS námi sínu.

Háskólinn á Bifröst er eini háskóli landsins sem býður fram sérhæft nám í þjónustufræðum. Slíkt nám verður sífellt mikilvægara í markaðsumhverfi nútímans.

Sérhæfingin kemur fram í eftirfarandi skyldunámskeiðum:

 • Gæðamál og þjónusta
 • Þjónustustjórnun 
 • Markaðssamskipti og auglýsingastjórnun
 • Gæðastjórnun og vottanir
 • Nám í viðskiptafræði á Bifröst

  Markmiðið með grunnnámi í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst er að gera nemendum kleift að nýta frumkvæði sitt og sjálfstæði til aukinna áhrifa og ábyrgðarstarfa.

  Námið miðar að því að nemendur afli sér þekkingar og færni á sviði viðskipta auk þess að vinna að raunverulegum verkefnum. Fræðilegi hluti Þess felur í sér skilning á fræðilegri greiningu og kenningum og hæfni til að vinna með þær. Þverfagleg nálgun miðar svo að því að efla gagnrýna og skapandi hugsun, atvinnulífi og samfélagi til góða. 

  Nánar um sérstöðu námsins við Háskólann á Bifröst 

 • Umsóknarfrestur

  Opið er fyrir umsóknir um nám við Háskólann á Bifröst vegna haustannar 2024 til og með 5. júní nk. 

  Sækja um

 • Inntökuskilyrði

  Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

  Forgangsröðun við inntöku nemenda ræðst af einkunnum.