Diplóma í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði

Ætlaðir þú í heimsreisu að loknu stúdentsprófi? Kannski er ársnám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði svarið við því.

Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, HHS, er nám sem hefur að markmiði að búa nemendur undir framhaldsnám og þátttöku á atvinnumarkaði jafnt innlanlands sem á alþjóðlegum vettvangi. Í náminu fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda sem jafnan eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að nýta aðferðir og innsýn þessara þriggja greina saman, verður til óvenjulegt og innihaldsríkt nám sem gerir nemendum mögulegt að skilja hvernig ólík sjónarhorn fræðanna geta unnið saman.

Diplóma í HHS er leið til þess að auka þekkingu sína og víkka sýn. Diplóman er góður grunnur fyrir hvaða nám sem er en einnig er hægt að halda náminu áfram við Háskólann á Bifröst og ljúka BA-gráðu í HHS.

Bifröst er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í HHS. Námsbrautin er sniðin að breskri fyrirmynd og nýtur hún virðingar og vinsælda víða um heim. Námið miðar að því að veita víðtæka og fjölþætta þekkingu á gangverki nútímasamfélags auk þess að efla gagnrýna hugsun og búa einstaklinga undir krefjandi störf á vinnumarkaði og virka þátttöku í þjóðfélagsumræðu.

Hér má finna skipulag námsins í kennsluskrá skólans

Nám á Bifröst

Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu til nemenda. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk. Hverri önn er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins. Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðlota, þar sem þú hittir kennara og samnemendur og tekur þátt í umræðum og hópverkefnum.

Önnur sérstaða í kennsluháttum Háskólans á Bifröst eru misserisverkefni eða missó, eins og verkefin eru gjarnan nenfd. Missó tekur mið af á kennsluaðferð sem kallast lærdómsþróun (e. learning by developing) og miðar að því að auka hæfni nemenda á fyrir vinnumarkaðinn að námi loknu. Nánar um sérstöðu námsins við Háskólann á Bifröst

Umsóknarfrestur er til 10.  desember nk.

SÆKJA UM