Diplóma í samningatækni og sáttamiðlun miðar að því að kenna nemendum hagnýtar aðferðir i samningatækni og sáttamiðlun. Námið veitir stjórnendum verkfæri til að takast á við erfið samskipti en stjórnendur sem nýta sér aðferðafræði sáttamiðlunar eru líklegri til að verða hæfari stjórnendur, spara tíma og fjármuni og ná fram settum markmiðum.
Eins er diplómanám í samningatækni og sáttamiðlun gagnlegt öllum þeim sem vilja tileinka sér hagnýtar aðferðir til samninga. Aðferðir sáttamiðlunar fá stöðugt aukið vægi við að leysa úr deilumálum, hvort heldur sem er í deilumálum málsaðila eða daglegu lífi.
Meðl námskeiða eru: Samningagerð, samningatækni, sáttamiðlun og gerðardómar auk valnámskeiða.
Diplómanám
Diplómanám er tilvalið fyrir þá sem vilja bæta við sig sérhæfðri þekkingu án þess að fara í fullt háskólanám. Það er tveggja til þriggja anna, 30 ECTS nám og hentar vel samhliða vinnu eða öðrum verkefnum.
Þá er í boði að bæta við sig 30 ECTS valnámskeiðum og ljúka þannig 60 ECTS diplómu. Nemendur geta þannig lagt aukna áherslu á ákveðið svið lögfræðinnar.
Hvaða grunn þarf ég hafa fyrir námið?
Sömu inntökuskilyrði gilda um þetta diplómanám og meistaranám. Inntökuskilyrði í meistaranám er grunnháskólagráða (bakkalár), eða sambærileg menntun af hæfniþrepi 1.2, sem að jafnaði hefur verið lokið með fyrstu einkunn (>7,25) eða jafngildi þess. Nemendur sem ekki hafa grunngráðu í lögfræði þurfa ekki að taka almenna lögfræði til þess að skrá sig í diplómanám.
Fyrirkomulag námsins
Skipulag meistaranáms í lögfræði miðar að því að veita nemendum mikið svigrúm til að sinna náminu á sínum hraða samhliða starfi og öðrum verkefnum. Frekari upplýsingar um námsframvindu er að finna í námskrá.
Skipulag náms
Námið byggist á fjórum skyldunámskeiðum (20 ECTS) og 10 ECTS í vali. Umsjón með námslínu hefur Elín Jónsdóttir er forseti lagadeildar. Hér má finna skipulag námsins í kennsluskrá skólans.