Mannauðsstjórnun
Mikil eftirspurn er á vinnumarkaði eftir þekkingu á sviði mannauðsmála og stjórnun mannauðs án efa einn mikilvægasti og umfangsmesti þátturinn í stjórnun. Stjórnendur í fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum þurfa því að hafa góða innsýn og þekkingu á sviði mannauðsstjórnunar. Auk þess er vaxandi eftirspurn eftir sérfræðingum og mannauðsstjórum í mannauðsdeildum fyrirtækja og stofnana, sem og hjá samtökum á vinnumarkaði.
Frá hausti 2017 hefur verið í boði meistaranám í forystu og stjórnun þar sem nemendum gefst kostur á að sérhæfa sig sérstaklega á sviði mannauðsmála. Sérstaða námsins byggir á fjórum námskeiðum sem eru sniðin að þörfum stjórnenda sem starfa með stórum og fjölbreyttum hópum á vinnumarkaðnum.
Námsskrá
Námskrá inniheldur upplýsingar um skipulag náms, kennsluaðferðir og námskeiðalýsingar ásamt lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.
Hér má finna skipulag MS námsins í kennsluskrá skólans.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta