Gréta Bergrún að kynna verkefni um byggðabrag unga fólksins.
29. september 2025Hvað ef ég vil vera hér!
Í vikunni var haldið vel heppnað málþing á Höfn í Hornafirði um byggðafestu ungs fólk, sem bar yfirskriftina “Hvað ef ég vil vera hér”. Þar kynnti Gréta Bergrún verkefni Rannsóknarsetursins í byggða- og sveitarstjórnarmálum um byggðabrag unga fólksins, auk þess að fjalla um slúður og náin samfélög. Þarna voru afar fróðlegar og góðar umræður, meðal annars um áskoranir sem ungt fólk verður fyrir þegar það kýs að fara ekki. Fjörlegar umræður um hvernig má auka byggðafestu ungs fólks, meðal annars með því að veita athygli því sem vel er gert og leyfa þeim sem velja að vera að njóta sín í heimabyggð. Verkefnið Heimahöfn var kynnt og óhætt að segja að það sé mikið ágætis verkefni sem fleiri ættu að taka sér til fyrirmyndar, en það er samstarfsverkefni heimaaðila á Höfn með aðal athyglina á unga fólkinu.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta