BS nám í viðskiptafræði með áherslu á sjálfbærnistjórnun er sérhæft viðskiptanám, sniðið að þörfum þeirra sem vilja auka við þekkingu sína, leikni og hæfni í sjálfbærni.
Nám í viðskiptafræði með áherslu á sjálfbærnistjórnun er ein af sjö mögulegum leiðum til sérhæfingar í námi, en nemandi getur valið um allt að tvær áherslur í BS námi sínu.
Námið er ætlað þeim sem starfa eða stefna að því að starfa að sjálfbærni fyrirtækja, stofnana eða annarra skipulagsheilda. Áhersla er lögð á umhverfislega, félagslega og eftirlitstengda þætti í fyrirtækjarekstri ásamt tilheyrandi matsgerð.
Þá er sérstaklega lögð áhersla á að nemendur öðlist reynslu og hæfni til þess að nýta þekkingu sína á hagnýtan hátt. Kennarar eru sérfræðingar í sjálfbærni og með mikla reynslu.
Sérhæfing kemur fram í eftirfarandi skyldunámskeiðum:
- UFS mælingar og skýrslur
- Auðlinda- og umhverfishagfræði
- Áhætta og loftslagsbreytingar
- Stjórnarhættir fyrirtækja
-
Inntökuskilyrði
Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
-
Umsóknarfrestur
Framlengdur umsóknarfrestur fyrir vorönn 2024 er til og með 11. desember.