Sýna/Fela valmynd

Prófstjóri hefur yfirumsjón með próftöflugerð og framkvæmd prófa. Próftöflur eru birtar á innri vef skólans í upphafi hverrar lotu. Tímabil lokaprófa kemur fram í dagskrá hvers skólaárs fyrir sig. Ef nemandi forfallast á prófdegi lokaprófs þarf hann að láta vita í netfangið profstjori@bifrost.is.  Ef um veikindi er að ræða á prófdegi lokaprófs þarf nemandinn að senda inn læknisvottorð og hafa samband samdægurs við Heilsuvernd í Urðarhvarfi í Kópavogi, s. 510 6500 til að fá læknisvottorð.

Prófareglur má finna í gæðahandbók skólans.

Gjald fyrir hvert úrbótarpróf er kr. 10.000.-

Efst á síðu