Próf

Prófstjóri hefur yfirumsjón með próftöflugerð og framkvæmd prófa. Próftöflur eru birtar á innri vef skólans í upphafi hverrar lotu. Tímabil lokaprófa kemur fram í dagskrá hvers skólaárs. Ef nemandi forfallast á prófdegi lokaprófs þarf hann að láta vita á netfanginu profstjori@bifrost.is. 

Prófareglur má finna í Handbók um nám og kennslu.

Upplýsingar um gjald vegna próftöku er að finna í gjaldskrá háskólans.