Fréttir og tilkynningar

EcoBites: Nýsköpun fyrir sjálfbæra framtíð matvæla
EcoBites: nýsköpun fyrir sjálfbæra framtíð matvæla er viðburður sem verður haldinn fimmtudaginn 15. maí og er hliðarviðburður á Íslandsmessu nýsköpunar 2025. Iceland Innovation Week. Bifröst er aðili að viðburðinum.
Lesa meira
Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi - ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri
Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst stendur fyrir ráðstefnu um Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi. Ráðstefnan verður haldin í Norræna húsinu í Reykjavík þann 15. maí næstkomandi frá klukkan 9:30 til 16:00.
Lesa meira
„Á bak við tjöldin“ - sögur úr skapandi greinum
Skapandi greinar er ört vaxandi atvinnuvegur sem býður upp á margvísleg starfstækifæri. Anna Hildur Hildibrandsdóttir stýrir námslínunni og fær hún reglulega spurningar s.s. fyrir hverja er námið og hvernig nýtist það nemendum. Til að leita svara við spurningunum ákvað hún að taka viðtal við fimm konur sem þróuðu hlaðvarpið "Á bak við tjöldin" í náminu og fá þeirra sýn.
Lesa meira
Verkfærakista unga fólksins um byggðabrag
Rödd unga fólksins fékk að heyrast á vinnustofu um Byggðabrag sem haldin var í febrúar og núna eru niðurstöður birtar í lokaskýrslu á vegum Rannsóknarseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum.
Lesa meira
Rektor stödd í París í dag ásamt þúsund öðrum rektorum, í boði Macron
Veldu Evrópu fyrir vísindin - Veldu Frakkland fyrir vísindin var yfirskrift fundar sem Emmanuel Macron og Ursula von der Leyen buðu um þúsund rektorum til í Sorbonne háskóla í París í dag. Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskólans á Hanneyri voru þar meðal gesta.
Lesa meira
Samtal um skapandi greinar: Hreyfiafl skapandi og skáldlegra framtíðarsýna
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG), í samstarfi við CCP, býður til morgunfundar undir yfirskriftinni Samtal um skapandi greinar: Hreyfiafl skapandi og skáldlegra framtíðarsýna fimmtudaginn 8. maí kl. 8:30–10:00 í húsakynnum CCP í Grósku, 3. hæð, að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Fundinum verður streymt og CCP býður gestum upp á morgunverð og kaffi.
Lesa meira
Starfsmaður á faraldsfæti - Dr. Rakel Heiðmarsdóttir heimsótti UNED
Með þessu fréttabréfi viljum við deila stuttum frásögnum af ferðalögum starfsmanna Bifrastar á vegum Erasmus-verkefna. Markmiðið er að veita innsýn í það faglega starf sem fer fram erlendis og deila reynslu og lærdómi sem starfsfólk okkar fær á slíkum ferðum.
Lesa meira
Uppskeruhátíð nýsköpunar - 12 hugmyndir sem breyta leiknum!
Á uppskeruhátíð námskeiðsins Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana við Háskólann á Bifröst kynntu nemendur 12 fjölbreytt og metnaðarfull nýsköpunarverkefni sem hvert og eitt svarar raunverulegri þörf í samfélaginu.
Lesa meira
Frá hugmynd til framkvæmdar
Nemendur í skapandi greinum luku námskeiði ,,Framsetning og sala hugmynda” hjá Sirrý Arnardóttur með keppni um bestu kynninguna. Keppnin er útfærð af Sirrý og tekur tillit til
Lesa meira