180 mættu á fyrirlestur Dr. Tomas M. Hult
Um 180 manns mættu á hádegisfundinn „Árangur í markaðsstarfi – frá gögnum til betri ákvarðana“ sem fram fór fyrr í vikunni, þann 9. desember. Viðburðurinn er samstarfsverkefni ÍMARK og Háskólans á Bifröst.
Yfirskrift fundarins var “Árangur í markaðsstarfi – frá gögnum til betri ákvarðana”, og var megináhersla lögð á hvernig gögn og rannsóknir eru lykillinn að markvissari ákvörðunum.
Aðalfyrirlesari fundarins var Dr. Tomas M. Hult, prófessor við Michigan State University, sem nýverið var valinn í hóp áhrifamestu fræðimanna heims í markaðsfræðum árið 2025 af Clarivate Analytics.
Dr. Tomas M. Hult flutti erindið „Ánægja viðskiptavina í dag – hvernig gagnadrifin innsýn getur bætt árangur fyrirtækja í smásölu“. Hann deildi innsýn úr umfangsmiklum rannsóknum sínum um hvað mótar væntingar, upplifun og tryggð viðskiptavina og hvernig gagnadrifin nálgun skilar raunverulegum árangri.
Einnig flutti Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, erindi undir yfirskriftinni „Árangur og lærdómur úr íslenskum markaðsherferðum á alþjóðavettvangi“. Daði fór yfir árangur og lærdóm úr íslenskum markaðsherferðum á alþjóðavettvangi og hvað einkennir þær herferðir sem vinna Áruna, verðlaun fyrir árangursríkustu markaðsherferð ársins.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta