Grein Dr. Petru Baumruk komin í birtingu
5. desember 2025

Grein Dr. Petru Baumruk komin í birtingu

Grein eftir Dr. Petru Baumruk hefur verið birt í Czech Yearbook of Public & Private International Law, ritröð 16. Greinina verður hægt að nálgast greinina á rafrænu formi á síðu tímaritsins

Greinin ber heitið ECtHR Judgment in the Verein KlimaSeniorinnen Schweiz and Others v. Switzerland expanding court access in climate mitigation cases. Þetta er merkileg og áhugaverð grein fyrir þær sakir að hún fjallar um einn fyrsta dóminn þar sem niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu var að Svissneska ríkið hefði brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu vegna ætlaðrar vanrækslu ríkisins á að grípa til viðeigandi ráðstafana til verndar einstaklingum fyrir skaðlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Er þetta fyrsta málið um loftslagsbreytingar þar sem alþjóðadómstóll hefur úrskurðað að aðgerðaleysi ríkja brjóti í bága við mannréttindi. Þótt dómurinn hafi sætt gagnrýni, bæði af lagalegum og pólitískum ástæðum, markar hann tímamót á sviði mannréttinda og umhverfisverndar.