16. desember 2025
Nýnemakynning 5. janúar 2026
Nýnemakynning fyrir nemendur sem eru að hefja nám á vorönn 2026 verður haldin mánudaginn 5. janúar kl. 11:00 – 13:00 á Teams.
Hlekkur á Teams nýnemakynningu
Á nýnemakynningu kynnum við Háskólann á Bifröst fyrir nýjum nemendum og þeim gefin innsýn í gangverk fjarnámsins og þá þjónustu sem þeim stendur til boða.
Dagskráin hefst með því að Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir staðgengill rektors, býður nemendur velkomna í Háskólann á Bifröst. Þar á eftir fá nemendur kynningu á deildum skólans og helstu þjónustu sem þeim stendur til boða.
Dagskrá:
| 11:00 | Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir staðgengill rektors býður nemendur velkomna í Háskólann á Bifröst. |
| 11:10 |
Deildarforsetar kynna deildir sínar:
|
| 11:20 | Ertu örugglega kominn í öll kerfin? Bernharður Guðmundsson verkefnastjóri á upplýsingatæknisviði fer yfir helstu kerfi sem nemendur nota við námið. |
| 11:35 | Náms- og starfsráðgjöf - Helga Rós Einarsdóttir og Unnur Símonardóttir náms- og starfsráðgjafar fara yfir að hverju þarf að huga í fjarnámi. |
| 11:50 | María Berndsen og Jóhanna Marín Óskarsdóttir kynna Canvas námsumhverfið. |
| 12:00 | Hlynur Finnbogason kynnir Inspera prófakerfi háskólans. |
| 12:20 | Hlé |
| 12:30 | Kynning á OpenEU - samstarfsverkefni evrópskra fjarnámsháskóla - Susanne Arthur verkefnastjóri OpenEU kynnir. |
| 12:40 | Rósa S. Jónsdóttir forstöðukona bókasafns kynnir þjónustu bókasafnsins og leitir.is |
| 12:50 | Nemendafélag Háskólans á Bifröst kynnir starfsemi félagsins. |
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta