29. desember 2025
Akademísk staða í lagadeild
Háskólinn á Bifröst auglýsir lausa til umsóknar akademíska stöðu við lagardeild háskólans. Til greina kemur að ráða í hlutastöðu sem og fulla stöðu. Við leitum að einstaklingi með metnað og áhuga á að taka virkan þátt í þróun kennslu og rannsókna við deildina.
Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á samþættingu fræða og framkvæmdar í kennslu og er leiðandi í þróun stafræns fjarnáms á háskólastigi hér á landi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla á fræðasviðinu
- Leiðbeina í lokaritgerðum
- Rannsóknir, fræðastörf á fræðasviðinu og umsóknir í rannsóknarsjóði, jafnt innlenda sem erlenda
- Þátttaka í samfélagslegri umræðu á fræðasviðinu
- Þátttaka í stefnumótun og stjórnun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framhaldsmenntun á fræðasviðinu, doktorspróf er æskilegt
- Kennslureynsla á háskólastigi
- Rannsóknareynsla
- Reynsla af uppbyggingu og mótun námskeiða er kostur
- Reynsla af stjórnun á háskólastigi er kostur
- Góð reynsla og tengsl innan atvinnulífs
- Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
- Leiðtoga- og skipulagsfærni
- Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 18.01.2026. Frekari upplýsingar um starfið er að finna á alfred.is. Þar skal einnig senda inn umsóknir um stöðuna.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta