Fréttir og tilkynningar
6. nóvember 2015
Ný heimasíða Hollvinasamtakanna tekin í notkun
Á dögunum var ný og glæsileg heimasíða Hollvinasamtaka Bifrastar tekin í notkun og leysir af hólmi eldri síðu sem var komin vel til ára sinna.
Lesa meira
4. nóvember 2015
Tækifæri við byggingu nýs sjúkrahúss
Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð og rekstrarformi á hluta starfsemi spítalans verði breytt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem kynnt var í morgun.
Lesa meira
29. október 2015
Kynnti rannsóknir sínar á ráðstefnu í Istanbul
Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent, tók í síðustu viku þátt í ráðstefnunni Strategic Public Management Symposium sem er haldin árlega við Marmara University í Istanbul í Tyrklandi. Magnús ræddi þar um viðbrög íslenskra sveitarfélaga við kreppunni og kynnti þar grein sem hann hefur unnið um málið.
Lesa meira
29. október 2015
Prófessor frá Kanada gestakennari á Bifröst
Dr. Carolyn Crippen, dósent í forystufræðum við University of Victoria í Kanada, var gestakennari við háskólann á Bifröst í haust. Að auki var hún aðalfyrirlesari á ráðstefnunni um Þjónandi forystu á Bifröst í september, sem haldin var af Þekkingarsetri um þjónandi forystu á Íslandi og háskólanum á Bifröst.
Lesa meira
27. október 2015
Veist þú um jólagjöf ársins 2015?
Nú nálgast jólin óðfluga og þau hjá Rannsóknasetri verslunarinnar eru strax farin að hlakka til og hefja jólaundirbúninginn. En jólin er ekki bara kramarhús og kandís. Hjá þeim er hefð fyrir því að gefa út spárit um jólaverslunina auk þess sem þau reyna að spá fyrir um "jólagjöf ársins".
Lesa meira
26. október 2015
Sigruðu nýsköpunarkeppnina Ræsing í Fjallabyggð
Þau Sigtryggur Arnþórsson og Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir kynntust í námi á Bifröst en fyrir stuttu unnu þau nýsköpunarkeppnina "Ræsing í Fjallabyggð. Sæunn er útskrifaður viðskiptafræðingur og Sigtryggur er með BS próf í viðskiptalögfræði og er núna í ML námi við Háskólann á Bifröst. Þau unnu nýverið nýsköpunarkeppnina Ræsing í Fjallabyggð með áhugaverða viðskiptahugmynd þar sem þeim var hrósað sérstaklega fyrir vel unna og faglega viðskiptaáætlun. Okkur langaði að vita meira um keppnina og út á hvað viðskiptaáætlunin gengur og tókum því viðtal við þau Sigtrygg og Sæunni um keppnina.
Lesa meira
22. október 2015
Framtíðarsetur Íslands stofnað
Framtíðaráskoranir fyrir íslenskt samfélagi verða sífellt meira ögrandi fyrir fyrirtæki, stofnanir og almenning. Er það ekki hvað síst vegna örari tækninýjunga, breytinga á sviði umhverfismála, ógnana á alþjóðavettvangi og félagslegra breytinga sem eiga sér stað.
Lesa meira
22. október 2015
Söfnun á Karolina Fund sett af stað til að mennta konur í Tansaníu
Söfnun hefur verið hrundið af stað á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund til að halda annað námskeið undir heitinu Máttur kvenna fyrir fátækar konur í Tansaníu.
Lesa meira
19. október 2015
Staða Háskólagáttarnema vegna inntöku í nám í HÍ skýrð
Háskóli Íslands hefur með formlegum hætti skýrt stöðu Háskólagáttar Háskólans á Bifröst gagnvart inntöku nemenda í nám í HÍ. Afstaða HÍ til Háskólagáttar sem er aðfararnám að háskólanámi kemur fram í bréfi rektors HÍ, Jóns Atla Benediktssonar, til Háskólans á Bifröst. Bréfið er niðurstaða af samstarfi milli skólanna um að eyða óvissu um stöðu náms í Háskólagáttinni gagnvart inntöku Háskólagáttarnema í HÍ.
Lesa meira