Startup Tourism - Vinnusmiðja í Borgarnesi 8. desember 2015

Startup Tourism - Vinnusmiðja í Borgarnesi

Startup Tourism er nýr viðskiptahraðall sem er ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið, allt árið um kring.

Á næstu vikum verða haldnar sérstakar vinnusmiðjur á um allt land í tengslum við verkefnið. Þar gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér Startup Tourism frekar, móta viðskiptahugmyndir sínar og mynda teymi. Ekki er nauðsynlegt að vera með viðskiptahugmynd til að taka þátt í vinnusmiðjunum.

Sjötta og síðasta vinnusmiðjan verður haldin í Borgarnesi þann 10. desember nk. Dagskrá hefst kl. 10:00 og lýkur um kl 18:00. 

Á vinnusmiðjunum verður farið yfir helstu þætti við mótun viðskiptahugmynda, gagnleg tól og tæki við stofnun fyrirtækja, mikilvægi hönnunar við þróun viðskiptahugmynda og lykilatriði við sölu og markaðssetningu á sviði ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur nýti tímann einnig til að vinna að hugmyndum sínum.

Þátttaka í vinnusmiðjum stendur áhugasömum til boða frítt en nauðsynlegt er að skrá sig á vefsíðu Startup Tourism, startuptourism.is, eða í hlekknum hér að neðan. 

Staðsetning vinnusmiðjunnar er í Hugheimum, Bjarnarbjaut 8.

Skráning á vinnusmiðjuna:
https://innovit.wufoo.com/forms/m1bxl9cj0wkofri/

Heimasíða Startup Tourism:
www.startuptourism.is

Nánari upplýsingar veitir:
Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Klak Innovit
oddur@innovit.is

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta