Fréttir og tilkynningar
16. október 2015
Nýr málalykill samþykktur af Þjóðskjalasafni
Þjóðskjalasafn Íslands hefur samþykkt málalykil Háskólans á Bifröst fyrir tímabilið 1. janúar 2016-31. desember 2020. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir gæðamál háskólans.
Lesa meira
12. október 2015
Máttur Kvenna í Afríku, annar fasi
Annar fasi menntaverkefnisins Máttur kvenna í Afríku (Women Power Africa) er nú í undirbúningi. Í því þjálfa kennarar frá Háskólanum á Bifröst konur í Tansaníu til þess að koma á fót eigin rekstri
Lesa meira
12. október 2015
Bifröst tekur þátt í Arctic Circle
Háskólinn á Bifröst hefur skipulagt tvær málstofur um mikilvægi menntunar á strjábýlum svæðum á Norðurslóðum sem hluta af dagsrká Arctic Circle ráðstefnunnar sem fram fer í Hörpu, Reykjavík, dagana 16.-18 október. Málstofurnar eru skipulagðar í samvinnu við University of Arctic og samstarfsaðila í Barrow, Alaska.
Lesa meira
9. október 2015
Sjentilmenn gefa leikskólabörnum á Bifröst glaðning
Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst lét gott af sér leiða á dögunum með því að gefa börnum á Leikskólanum Hraunborg smá glaðning líkt og undanfarin fimm ár.
Lesa meira
8. október 2015
Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið tekið fyrir í nýútkominni bók um samfélagslega ábyrgð
Í nýútkominni bók um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja skrifa þeir Einar Svansson lektor og Stefán Kalmansson aðjúnkt við Háskólann á Bifröst einn kafla. Bókin Corporate Social Performance; Paradoxes, Pitfalls, and Pathways to the Better World er gefin út hjá bókforlaginu Information Age Publishing (IAP) í Bandríkjunum. Bókin samanstendur af ritsrýndum bókarköflum sem eru skrifaðir af ýmsum fræðimönnum víðsvegar að úr heiminum en ritstjóri bókarinnar er Agata Stachowicz-Stanusch.
Lesa meira
7. október 2015
Vinna vegna alþjóðlegrar meistaragráðu í viðskiptalögfræði hafin
Tveggja daga vinnufundi Háskólans á Bifröst, Aarhus háskóla og University College of Dublin, Sutherland School of Law lauk í vikunni vegna vinnu við að koma á samstarfi um meistaragráðu háskólanna þriggja í viðskiptalögfræði. Lögfræðisvið Háskólans á Bifröst hlaut nýverið styrk til að þróa verkefnið.
Lesa meira
5. október 2015
Ný rannsókn: Almenn fjármálavæðing Íslands feykti efnahagslífinu af grunni sínum
Í nýrri rannsókn á íslensku stjórnmála- og efnahagslífi (Political Economy) kemur fram að óstöðugleika efnahagslífsins – og þar með hrunið haustið 2008 – megi meðal annars rekja til hlutfallslega veikrar stöðu félagslegra hreyfinga almennings í landinu, svo sem verkalýðshreyfinga og önnur samtök launafólks. Sú staða hafi rutt úr vegi fyrirstöðu fyrir almennri fjármálavæðingu samfélagsins á forsendum fjármagnseigenda sem hófst á ofanverðri tuttugustu öld, fyrst í kjölfar innleiðingar kvótakerfisins og varð ósjálfbær í aðdraganda hruns.
Lesa meira
2. október 2015
Ljósagangur í háskólum landsins til áminningar um jafnréttismál
Háskólar landsins standa saman að ljósagjörningi í hádeginu mánudaginn 5. október til að undirstrika mikilvægi mannréttinda og umræðu um jafnréttismál. Dagurinn markar jafnframt upphaf jafnréttisdaga og fræðsluviðburða um jafnréttismál sem fara fram í skólunum sjö.
Lesa meira
29. september 2015
Nýr samningur um ljósleiðara undirritaður
Í september undirrituðu Vilhjálmur Egilsson Rektor, fyrir hönd Háskólans á Bifröst, og Erling Freyr Guðmundsson, fyrir hönd Gagnaveitu Reykjavíkur, nýjan samning um ljósleiðarasambönd skólans.
Lesa meira