Fréttir og tilkynningar

Umsóknarfrestur rennur út 20. janúar í Gulleggið
Gulleggið er frumkvöðlakeppni Klak Innovit sem haldin er að fyrirmynd MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum.
Lesa meira
Skýrsla um íslenska netverslun kynnt á fjölmennum fundi
Ný skýrsla um stöðu íslenskrar netverslunar var kynnt á Nordica Hótel í morgun, 8. janúar 2015, að viðstöddu fjölmenni. Þau sem tóku til máls voru Stefán Kalmansson aðjúnkt Háskólanum á Bifröst, Emil B. Karlsson forstöðumaður RSV, Elvar Bjarki Helgason frá Íslandspósti og Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Ígló og Índí. Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku var fundarstjóri.
Lesa meira
Eiríkur Bergmann í viðtali við RT fréttastöðina
Dr. Eiríkur Bergmann prófessor við Háskólann á Bifröst var í viðtali við RT fréttastöðina þar sem hann gaf álit á tillögu um að draga umsókn Íslands í ESB tilbaka
Lesa meira
Íslensk netverslun: Kynning á nýrri rannsókn
Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar á íslenskri netverslun, fimmtudaginn 8. janúar kl 8:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn er opinn og allir eru velkomnir. Þátttakendur eru beðnir um að skrá þátttöku fyrirfram. Sjá nánar dagskrá og skráningarform við að smella á fyrirsögn.
Lesa meira
Háskólaskrifstofa lokuð frá 22. desember til 4. janúar
Lokað verður á háskólaskrifstofu og bókasafni frá 22. desember en bæði skrifstofa og bókasafn opna aftur eftir jólafrí þann 5. janúar 2015.
Með bestu óskum um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Starfsfólk Háskólans á Bifröst.

Frá Bifröst til London
Bryndís Reynisdóttir er Bifrestingur í húð og hár en hún útskrifaðist frá Bifröst árið 2008. Í da...
Lesa meira
Viðtal við Ólaf Ísleifsson um lífeyrissjóðskerfið
Ólafur Ísleifsson framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst var í viðtali við Spegilinn á RÚV. Ólafur var spurður um íslenska lífeyrissjóðskerfið og hvernig það stendur að vígi í ljósi nýrrar mannfjöldaspár Hagstofu Íslands fram til ársins 2050. Ólafur varði doktorsritgerð sína frá Háskóla Íslands í maí s.l. sem fjallaði einmitt um íslenska lífeyrissjóðskerfið. „Íslenskir lífeyrissjóðir standa að mörgu leyti betur að vígi en eftirlaunasjóðir grannlandanna en það steðja að því ýmsar hættur“, sagði Ólafur meðal annars.
Lesa meira
Fréttabréf í desember komið út
Út er komið fréttabréfið í desember. Bryndís Reynisdóttir útskrifaðist frá Bifröst 2008 og er í dag verkefnastjóri hjá Nine Worlds, nýjungar í stærðfræðikennslu, einn misserishópurinn boðaður á fund Allsherjarnefndar Alþingis, Háskólinn á Bifröst þátttakandi í Gullegginu og margt, margt fleira.
Lesa meira
Stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu útskrifast
Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst útskrifaði 15 nemendur frá símenntun Háskólans á Bifröst úr náminu stjórnun og samvinna í ferðaþjónustu. Langflestir af þeim eru stjórnendur eða eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu. Stjórnun og samvinna í ferðaþjónustu er nám á sviði símenntunar Háskólans á Bifröst ætlað stjórnendum og öðru fólki starfandi í ferðaþjónustu.
Lesa meira