Misserisverkefni frá Bifröst til umfjöllunar í Kjarnanum 9. nóvember 2015

Misserisverkefni frá Bifröst til umfjöllunar í Kjarnanum

Föstudaginn 6. nóvember birtist Í Kjarnanum umfjöllun um misserisverkefni frá Háskólanum á Bifröst þar sem umfjöllunarefnið var menningarlegur rasisimi. Misserisverkefnið leitaði svara við rannsóknarspurningunni:  Hvað er menningarlegur rasismi og hvernig má greina hann í orðræðu á sviði íslenskra stjórnmála, í tengslum við múslima og íslam?  Rannsakendur voru fjórir nemendur í HHS, þeir Gauti Skúlason, Hallur Guðmundsson, Sigurður Kaiser og Tjörvi Schiöth.

Niðurstöðurnar voru áhugaverðar og gerir eins og áður segir vefritið Kjarninn.is það að umfjöllunarefni sínu með yfirskriftinni, Goðsögnin um íslenska yfirburðaþjóðfélagið. Umrætt misserisverkefni fékk verðlaun sem framúrskarandi verkefni og þótti taka á áhugaverðu efni.

Misserisverkefnið frá Bifröst hafa oft fengið athygli enda er það oftar en ekki að nemendur beina sjónum sínum að umdeildum málefnum í samfélaginu hverju sinni. Sem dæmi fékk misserisverkefnið um áfengisfrumvarpið (linkur) mikla athygli og voru skýrsluhöfundar boðaðir á fund allsherjarnefndar Alþingis.

Greinagerðina má lesa í heild sinni hér.  

Nánar um misserisverkefni hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta