10. nóvember 2015

Nýtt tímarit laganema á Bifröst

Lögbrú er tímarit laganema á Bifröst, en gefið var út nýtt tölublað s.l. föstudag. Sú nýbreytni varð á að tímaritið er nú gefið út á rafrænu formi, en hægt er að nálgast það án endurgjalds á nýjum vef Nomos, félagi laganema á Bifröst: www.nomos.is.

Tímaritið hefur að geyma viðtöl og greinar, en meðal efnis er viðtal við Guðfinn Stefánsson um setu hans í héraðsdómi, kynning á viðskiptalögfræði frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlausdóttur, nýjum sviðstjóra lagadeildarinnar á Bifröst og grein um túlkun laga um neytendalán eftir Aðalstein Sigurðsson og Arnar Kristinsson. Gunnar J. Gunnarsson fjallar þá um hvaða skilning ber að leggja í hugtakið „lán“ samkvæmt 104. gr. laga um hlutafélög, Guðmundur Sveinn Einarsson skrifar um upplifun sína sem nemandi í verkefninu LawWithoutWalls, ásamt því að koma með almennar hugleiðingar um nýsköpun innan lögfræðinnar, auk þess er greinin: Fordæmi um fordæmi eftir Einar Karl Hallvarðsson, endurbirt frá 2010.

Á vef Nomos er hægt að sækja eldri útgáfu af Lögbrú, auk þess sem þar er að finna almennar upplýsingar um félagið og starfsemi þess. Til viðbótar er unnið að því að taka saman annað efni sem hefur verið gefið út á Bifröst, í þeim tilgangi að hafa það aðgengilegt á vefnum.

Stefnt er að því að gefa út Lögbrú reglulega, en gert er ráð fyrir að næsta tölublað komi út í febrúar. Í ljósi þess að mikill meirihluti greinahöfunda í síðustu tímaritum er karlkyns, er stefnt að því að leiðrétta þann kynjamun í næsta tímariti með því að hafa það sérstaklega tileinkað kvenkyns greinahöfundum. Þeir sem hafa áhuga að fá birta eftir sig grein í tímaritinu er bent á að hafa samband við ritstjórn Lögbrúar á tölvupóstfangið: logbru@nomos.is.

Að lokum þakkar Ritstjórn Lögbrúar öllum áður tilgreindum greinarhöfunum fyrir sitt framlag í tímaritið og öllum þeim sem styrktu tímaritið tímaritið með fjárframlagi eða öðrum hætti. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta