Ný heimasíða Hollvinasamtakanna tekin í notkun 6. nóvember 2015

Ný heimasíða Hollvinasamtakanna tekin í notkun

Á dögunum var ný og glæsileg heimasíða Hollvinasamtaka Bifrastar tekin í notkun og leysir af hólmi eldri síðu sem var komin vel til ára sinna. Á nýju síðunni eru margir möguleikar í boði og meðal annars hægt að skrá sig á póstlista til að fylgjast með fréttum. Þá er varningur til sölu og hagnýtar upplýsingar vegna atvinnuleitar eins og t.d.gerð ferilskrá og upplýsingar um atvinnuviðtöl.
 
Það var Hallur Jónasson formaður Hollvinasamtakanna sem átti veg og vanda að uppbyggingu síðunnar en það er vefumsjónarfyrirtækið Dacoda heldur utan um gögn og vistun þeirra. 
 
Síðuna má skoða hér hollvinir.bifrost.is
 
 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta