Fréttir og tilkynningar

Málstofa um menningu sem atvinnustefnu haldin 21. nóvember
Málstofa er haldin til þess að ræða um menningarstefnu sveitarfélaga og menningarráða landsbyggðarinnar og hvernig hægt er að hugsa hana til framtíðar.
Rætt verður um tilgang menningarstefnu í stjórnsýslu, hvernig hún gagnast í daglegum rekstri og skipulagningu menningarverkefna. Þá verður spurt sérstaklega hvernig menningarstefna tengist atvinnustefnu sveitarfélaganna.

Bingó Andrómeda haldið í vikunni
Konuklúbburinn Andrómedur hélt hið árlega bingó sitt í gær miðvikudaginn 12 nóvember. Bingóið er fjáröflun fyrir bæði jólaföndur og jólaball fyrir börnin á Bifröst og nágrenni. Andrómedur er félagsskapur kvenna á Bifröst, klúbburinn hefur verið starfræktur frá árinu 2012. Var þetta í þriðja sinn sem bingóið var haldið og ætlunin er að hafa á hverju ári hér eftir.
Lesa meira
Rannsóknarsetur verslunarinnar velur jólagjöf ársins
Það er tímanna tákn að neytendur hafa bæði hagkvæmni og gæði að leiðarljósi við innkaupin. Þetta birtist meðal annars í því að nytjahlutir til heimilisins þurfa bæði að uppfylla praktískar þarfir og lífga uppá umhverfið. Hagleiksfólk hefur þess vegna fengið útrás fyrir hæfileika sína í fegrun nytjahluta af ýmsum toga. Í ljósi þessa er það mat sérskipaðrar dómnefndar að jólagjöfin í ár sé: Nytjalist.
Lesa meira
Sýning íslensks atvinnulífs: Alhliða menntun og tækniþekking mikilvæg verkfæri fyrir framtíðina
Vikuna 3.-7. nóvember var skólaútgáfa sýningar um íslenskt atvinnulíf sett upp í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Í sömu viku var haldinn fjölmennur viðburður með um 150 nemendum úr skólanum og nemendum í 8.-10. bekk við Grunnskóla Grundarfjarðar og Grunnskóla Snæfellsbæjar. Gestir dagsins voru frá Norðuráli, Sjávariðjunni Rifi og Landssamtökum kúabænda.
Lesa meira
Kynning á Gullegginu
Miðvikudaginn 12.nóvember verður kynning á frumkvöðlakeppninni Gullegginu og skrifað undir samstarfssamning við Klak/Innovit vegna þátttöku Háskólans á Bifröst. Fulltrúi frá Klak/Innovit mun kynna keppnina ásamt að taka við fyrirspurnum. Kynningin verður milli kl.12.30 – 13.00 í Hriflu. Frábært tækifæri fyrir nemendur.
Lesa meira
Fjölmenn ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst
Föstudaginn 31. október sl. lögðu rúmlega tvö hundruð manns leið sína á Bifröst til að taka þátt í ráðstefnu um þjónandi forystu undir yfirskriftinni: Þjónandi forysta, samskipti og samfélagsleg ábyrgð.
Lesa meira
Ný heimasíða formlega tekin í notkun
Vinna við nýja heimasíðu hefur verið í gangi undanfarna mánuði og nú er komið að því að taka hana formlega í notkun.
Nýja síðan tekur miklum breytingum frá þeirri gömlu og er t.d. snjallsímavæn og aðlagar sig að því tæki sem hún er skoðuð í. Þá eru allar upplýsingar mun aðgengilegri og er útlitið mjög myndrænt og létt í viðmóti.

Ný bók eftir Ágúst Einarsson um hagræn áhrif ritlistar
Háskólinn á Bifröst hefur gefið út bókina Hagræn áhrif ritlistar eftir dr. Ágúst Einarsson prófessor og er það fyrsta bókin sem kemur út á íslensku um hagfræði ritlistar.
Lesa meira
Mikill áhugi á vaxtarklasa í Borgarbyggð
Vinnustofa vegna vaxtarklasaverkefnis í Borgarbyggð var haldin fimmtudaginn 23.október. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, sveitarfélagsins Borgarbyggðar og fyrirtækja á svæðinu.
Lesa meira