Fréttir og tilkynningar
18. júní 2015
Bifrastarævintýrið 60 ára
Þann 19. júní 2015, eru 60 ár liðin frá því að skólahald hófst á Bifröst en þangað flutti Samvinnuskólinn sem stofnaður hafði verið árið 1918 í Reykjavík og hefur verið starfræktur á Bifröst frá því árið 1955. Af þessu tilefni og einnig vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna býður Háskólinn á Bifröst öllum konum á Bifröst í síðdegisboð í Kringlu, föstudaginn 19. júní á milli kl. 17 til 19. Bifrastarkonum er velkomið að taka með sér gesti á öllum aldri.
Lesa meira
16. júní 2015
Fjölmenn brautskráning frá Háskólanum á Bifröst
Vilhjálmur Egilsson rektor útskrifaði 130 nemendur úr öllum deildum skólans í dag, laugardaginn 13. júní, við hátíðlega athöfn á Bifröst.
Lesa meira
16. júní 2015
Starf sviðsstjóra lögfræðisviðs laust til umsóknar
Háskólinn á Bifröst leitar að öflugum leiðtoga til að taka að sér starf sviðsstjóra lögfræðisviðs til næstu tveggja ára. Sviðsstjórar sitja í framkvæmdastjórn skólans og taka þannig virkan þátt í að þróa og efla starfsemi Háskólans á Bifröst.
Lesa meira
15. júní 2015
Opið fyrir umsóknir til 15. júní
Frestur til að sækja um í grunnnámi rennur út 15. júní næstkomandi. Í boði eru fjölbreyttar námsbrautir á viðskiptasviði, lögfræðisviði og félagsvísindasviði. Grunnnámið er hægt að taka sem staðnám í heillandi og fjölskylduvænu umhverfi eða í vel skipulögðu fjarnámi.
Lesa meira
11. júní 2015
Nýtt fréttabréf komið út
Nýtt fréttabréf komið stútfullt af skemmtilegum fróðleik
Lesa meira
11. júní 2015
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir með fyrirlestur við þýskan háskóla
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, lektor á félagsvísindasviði og viðskiptasviði var nýlega í heimsókn við Háskólann í Luneburg í Þýskalandi. Þar hélt hún fyrirlestur um doktorsrannsókn sína sem fjallar um tónlistarfélagsfræðilega tilviksrannsókn á flutningi ensks Bach-kórs á H-moll messunni eftir J. S. Bach.
Lesa meira
10. júní 2015
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 13. júní
Næstkomandi laugardag hinn 13. júní kl. 14.00 verður brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Alls munu 126 nemendur útskrifast úr grunnnámi og meistaranámi ásamt Háskólagátt og símenntun. Rektor skólans Vilhjálmur Egilsson mun útskrifa nemendur ásamt sviðsstjórum
Lesa meira
10. júní 2015
Hverju skila brjóstabyltingar?
Mikil gróska er í gangi í íslenskum femínsma, konur geta tekið eignarrétinn á eigin líkama og Reykjavíkurdætur hefðu aldrei náð vinsældum í Danmörku. Þetta og margt annað kom fram á málstofunni Hverju skila brjóstabyltingar? sem fram fór hinn 9. júní að Hverfisgötu 4-6 í Reykjavík í tengslum við BA nám í byltingafræði við Háskólann á Bifröst.
Lesa meira
9. júní 2015
Nemendur á Bifröst styrktu Umhyggjugönguna
Mánudaginn 8. Júní kom Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður í Keflavík ásamt föruneyti í miklu slagviðri og strekkingsvindi á Bifröst á leið sinni til Hofsóss. Sigvaldi tapaði veðmáli við son sinn um val á íþróttamanni ársins og var búinn að lofa að ganga frá Keflavík til Hofsóss. Hann ákvað að leggja góðu málefni lið í leiðinni og ákvað að safna fé fyrir Umhyggju félagi langveikra barna.
Lesa meira