Fjórir starfsmenn hlupu heilt maraþon. 3. september 2015

Fjórir starfsmenn hlupu heilt maraþon.

Fjórir starfsmenn háskólans á Bifröst tóku sig til og hlupu heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nú í ágúst eða 42 kílómetra. Þetta voru þau (frá vinstri) Elín Davíðsdóttir á fjármálasviði, Hjalti Rósinkrans Benediktsson vefstjóri, Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent og Auður H. Ingólfsdóttir lektor. Auk þeirra voru fjöldamargir starfsmenn sem hlupu skemmri vegalengdir. Við á Bifröst óskum þeim til hamingju með árangurinn. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta