Fréttir og tilkynningar
12. maí 2015
Dagur ferðaþjónustu á Vesturlandi 2015
Miðvikudaginn 13.maí verður Dagur ferðaþjónustunnar á Vesturlandi haldinn í Háskólanum á Bifröst í sal Hriflu. Þar verða áhugaverð erindi og kynningar á nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu.
Dagurinn hefst með aðalfundi Ferðamálasamtaka Vesturlands milli klukkan 10:00 og 12:00.
5. maí 2015
Háskólinn á Bifröst og Knattspyrnudeild Skallagríms auglýsa eftir umsóknum um Bifrastarstyrk
Í Bifrastarstyrknum felst að skólagjöld við Háskólann eru felld niður gegn því að leikmaðurinn leiki knattspyrnu með meistaraflokki Skallagríms á samningstímanum, sem er eitt skólaár eða samkvæmt nánara samkomulagi. Á umsókninni þarf að koma fram starfsferill, námsferill og knattspyrnuferill auk annarra þátta sem umsækjandi telur mikilvægt að komi fram.
Lesa meira
4. maí 2015
Dr. Eiríkur Bergmann gerir útgáfusamning við Palgrave McMillan
Eiríkur Bergmann prófessor við Háskólann á Bifröst hefur gert samning við útgáfurisann Palgrave McMillan um útgáfu á næstu bók sinni sem mun fjalla um sögu þjóðernishyggju og hægri öfga flokka á Norðurlöndunum.
Lesa meira
4. maí 2015
Opinn dagur 1. maí
Veðrið lék við gesti á Opnum degi Háskólans á Bifröst þann 1.maí þar sem þeir kynntu sér námsframboð skólans og aðbúnað háskólaþorpsins.
Lesa meira
29. apríl 2015
Nýtt fréttabréf komið út
Fréttabréf Háskólans á Bifröst í apríl er komið út og eins og venjulega er af nægu að taka. Sagt er m.a. frá Opna deginum 1. maí og málfundi um um konur í klassískri tónlist. Þá fjallar Gunnar Örlygur um námsferilinn á Bifröst og nýju fyrirtæki sem hann hefur stofnað. Þá er sagt frá verkefni Háskólans á Bifröst í Tansaníu.
Lesa meira
29. apríl 2015
Fagmennska í menningarstjórnun
Nokkuð hefur farið fyrir umræðu um ráðningu nýs óperustjóra síðustu daga, meðal annars í fréttum og í leiðara Fréttablaðsins.
Lesa meira
22. apríl 2015
Stjórnendur hugsi ekki bara um gróðann
Um leið og starfsfólk fer að upplifa að það sé komið fram við það af ósanngirni eru stjórnendur í vondum málum, segir Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs Háskólans á Bifröst, en hann hefur rannsakað þjónandi forystu. Hann segir óánægju launafólks í garð atvinnurekenda skiljanlega.
Lesa meira
21. apríl 2015
Kynning á meistaranámi Háskólans á Bifröst
Kynning á meistaranámi í menningarstjórnun, alþjóðlegri stjórnmálahagfræði, forystu og stjórnun, alþjóðaviðskiptum og lögfræði, föstudaginn 24.apríl að Hverfisgötu 4 -6 í Reykjavík kl. 16.
Lesa meira
20. apríl 2015
Háskólafundur - Brú milli fræða og framkvæmda
ÍMARK og viðskiptadeildir Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst kynna:
Háskólafund - Brú milli fræða og praktík.
Fimm örstutt (10 mín) og fjölbreytt erindi af aðilum úr háskólunum annarsvegar og aðilum úr atvinnulífinu hinsvegar.