16. júní 2015

Starf sviðsstjóra lögfræðisviðs laust til umsóknar

Háskólinn á Bifröst leitar að öflugum leiðtoga til að taka að sér starf sviðsstjóra lögfræðisviðs til næstu tveggja ára. Sviðsstjórar sitja í framkvæmdastjórn skólans og taka þannig virkan þátt í að þróa og efla starfsemi Háskólans á Bifröst.

 

 

Starfssvið

• Stjórnun, þróun og áframhaldandi uppbygging á lögfræðisviði skólans

• Skipulagning og yfirumsjón námskeiða á lögfræðisviði

• Efling rannsókna á sviði lögfræði

• Önnur þróunarvinna í samstarfi við aðstoðarrektor og annað starfsfólk skólans

Reynsla og hæfniskröfur

• Meistarapróf í lögfræði, doktorsgráða æskileg

• Reynsla af rannsóknum og kennslu á háskólastigi

• Reynsla úr atvinnulífi, t.d. lögmennsku, er æskileg

• Frumkvæði, forystueiginleikar og lipurð í mannlegum samskiptum

• Reynsla af námi eða búsetu erlendis er kostur

Upplýsingar um starfið veitir Helga Kristín Auðunsdóttir, sviðsstjóri í síma 699 7409 eða með tölvupósti á netfangið: helgakristin@bifrost.is
 
Umsóknir óskast sendar til Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, aðstoðarrektors á netfangið anna@bifrost.is. Umsóknarfrestur er til og með 21. júní nk.
 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta