18. júní 2015

Bifrastarævintýrið 60 ára

Þann 19. júní 2015, eru 60 ár liðin frá því að skólahald hófst á Bifröst en þangað flutti Samvinnuskólinn sem stofnaður hafði verið árið 1918 í Reykjavík og hefur verið starfræktur á Bifröst frá því árið 1955. Af þessu tilefni og einnig vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna býður Háskólinn á Bifröst öllum konum á Bifröst í síðdegisboð í Kringlu, föstudaginn 19. júní á milli kl. 17 til 19. Bifrastarkonum er velkomið að taka með sér gesti á öllum aldri.

Uppruni skólans

Jónas Jónsson frá Hriflu var fyrsti skólastjóri skólans og gengdi því embætti frá stofnun til ársins 1955. Jónas skilgreindi skólann sem foringjaskóla og mótaði hann eftir fyrirmynd Ruskin College í Oxford þar sem Jónas hafði sjálfur verið við nám. Síðan þá hafa tíu manns gengt stöðu rektors en sá ellefti, Vilhjálmur Egilsson tók við stöðu rektors sumarið 2013.

Sumarið 1955 var skólinn fluttur að Bifröst í Norðurárdal í Borgarfirði og voru þetta mikil tímamót í sögu skólans. Sr. Guðmundur Sveinsson tók við sem skólastjóri af Jónasi, sem lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jafnframt var skólinn endurmótaður og endurskipulagður frá grunni sem heimavistarskóli. Í dag hefur risið myndarlegt háskólaþorp á Bifröst og eru íbúar þess um 400 talsins.

Fjölbreytt námsframboð

Þúsund­ir Íslend­inga hafa menntað sig í skól­an­um í gegn­um ára­tug­ina en skól­inn hef­ur þró­ast og aðlagast þörf­um í tímans rás. Hlutverk skólans er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Á dögunum útskrifuðust 130 nemendur úr öllum deildum skólans en Háskól­inn á Bif­röst býður nemendum sínum upp á fjölmargar náms­braut­ir í grunn- og meistaranámi á sviði viðskipta, lög­fræði, heim­speki, hag­fræði og stjórnmálafræði. Við skól­ann er boðið uppá aðfararnám sem og fjöl­breytt námsúr­val á sviði símennt­un­ar eins og diplóma í versl­un­ar­stjórn­un, stjórn­un og sam­vinna í ferðaþjón­ustu og mátt­ur kvenna.

Skólinn hefur frá stofnun verið skilgreindur sem viðskiptaskóli og þó ekki síður jafnframt sem félagsmálaskóli. Ávallt hefur skólinn gætt tveggja sjónarmiða sérstaklega. Annars vegar að vera jafnan í fylkingarbrjósti þróunar og nýsköpunar í fræðslustarfi. Hins vegar að halda þétt í upphafleg markmið, sígildan kjarna sem vakti fyrir stofnendum og fyrstu forráðamönnum stofnunarinnar.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta