22. júní 2015

Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir tekur þátt í alþjóðlegum fundi PRiME

Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, tekur þátt í alþjóðlegum fundi PRiME (Principles for Responsible Management Education) sem haldinn er í New York dagana 23-24. júní næstkomandi. Á fundinn koma saman um 300 leiðtogar frá Sameinuðuþjóðunum, háskólum, viðskiptalífinu, stjórnvöldum og félagasamtökum víðsvegar úr heiminum.

Á fundinum verður fjallað sérstaklega um ný sjálfbærnimarkmið Sameinuðuþjóðanna 2015 - 2030 (Sustainable Development Goals), en þau leysa af hólmi þúsaldarmarkmið Sameinuðuþjóðanna (Millennium Development Goals) sem renna sitt skeið í ár. Skoðað verður m.a. hvernig háskólar geta aukið meðvitund og ábyrgð nemenda á sjálfbærni og hvernig gera má þá virkari í leit að lausnum - sem ekki bara auka hagvöxt - heldur taka jafnframt á samfélagslegum vandamálum heimsins s.s. fátækt og ójöfnuði.

PRiME er samstarfsverkefni sem hófst árið 2007 undir forystu Sameinuðuþjóðanna. Háskólinn á Bifröst hefur verið þátttakandi í starfinu frá árinu 2011 og var fyrsti íslenski háskólinn sem skráði sig til leiks í þetta mikilvæga samstarf og verkefni. Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni í starfi sínu og kennslu.

Hér má finna drög að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðuþjóðanna: https://sustainabledevelopment.un.org/sdgsproposal

Hér má finna upplýsingar um PRiME starfið: http://www.unprme.org/index.php

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta