Fréttir og tilkynningar
23. mars 2015
Er umsóknarferlinu lokið? - Málfundur
Staðan í Evrópumálum eftir bréfsendingu utanríkisráðherra
Lesa meira
23. mars 2015
Ný stjórn Merkúrs kjörin
Aðalfundur Merkúr var haldinn þann 14. mars síðastliðinn þar sem ný stjórn félagsins var meðal annars kjörin.
Lesa meira
16. mars 2015
Gestafyrirlesarar á vinnuhelgi
Á vinnuhelgi á Bifröst 13.-15.mars fyrir grunnnema í fjarnámi komu tveir gestafyrirlesarar og héldu kynningu á þeirra störfum fyrir nemendur. Þetta var annars vegar Bjarki Pétursson sem er stofnandi og eigandi Zenter. Hann fór yfir mikilvægi CRM, beina markaðsetningu og hvernig tæknin getur aðstoðað og hjálpað til við að halda utan um gögn og upplýsingar með markvissum hætti. Kynninguna hélt hann í námskeiðinu CRM eða Customer Relationship Management þar sem kennari í námskeiðinu er Haraldur Daði Ragnarsson aðjúnkt og einn eigenda Manhattan Marketing.
Lesa meira
9. mars 2015
Sigurvegarar Gulleggsins 2015
Úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu eru nú ljós. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti Gulleggið 2015 við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands, laugardaginn 7. mars.
Lesa meira
6. mars 2015
Nýtt fréttabréf Háskólans á Bifröst komið út
Nýtt fréttabréf Háskólans á Bifröst komið út
Lesa meira
3. mars 2015
Nemendur parketleggja frumkvöðlasetur
Vaskir nemendur á Bifröst tóku sig til og keyptu parket og lögðu á gólf frumkvöðlasetursins á Bifröst.
Lesa meira
3. mars 2015
Máttur kvenna til Tansaníu - kynningarfundur í hádeginu 6. mars
Háskólinn á Bifröst vinnur nú að því viðamikla mennta- og þróunarverkefni að flytja námskeiðið Máttur kvenna út til Afríku. Í fyrsta fasa er efnalitlum konum í þorpinu Bashay í Norður-Tansaníu veitt ókeypis menntun. Markmiðið er að búa þær tækjum til að koma auga á viðskiptatækifæri í nærumhverfi sínu og færni til að koma þeim í framkvæmd.
Lesa meira
27. febrúar 2015
Áhersla lögð á samfélagsbreytingar
Kennsla í þremur nýjum námsleiðum hefst við Háskólann á Bifröst í haust. Ein þeirra kallas...
Lesa meira
25. febrúar 2015
Fjölmörg tækifæri í auknu samstarfi Háskólans á Bifröst og atvinnulífs á Vesturlandi
Nýverið funduðu fulltrúar frá Háskólanum á Bifröst og fulltrúar frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) þar sem rætt var um aukið samstarf á milli Bifrastar og SSV sem og aukið samstarf á milli Bifrastar annars vegar og atvinnulífs og sveitarfélaga á Vesturlandi hins vegar.
Lesa meira