12. maí 2015

Dagur ferðaþjónustu á Vesturlandi 2015

Miðvikudaginn 13.maí verður Dagur ferðaþjónustunnar á Vesturlandi haldinn í Háskólanum á Bifröst í sal Hriflu. Þar verða áhugaverð erindi og kynningar á nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Dagurinn hefst með aðalfundi Ferðamálasamtaka Vesturlands milli klukkan 10:00 og 12:00.

Allir velkomnir.

Skráning á kristjang@vesturland.is.

Dagskrá

10:00 – 12:00 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands

Verkefnin og hefðbundin aðalfundarstörf.

12:00 - 12:45 Hádegismatur - súpa og heimabakað brauð

13:00 Málþing sett – Björn Páll Fálki Valsson formaður Ferðamálasamtaka Vesturlands

Erindi á málþinginu:
13:10-13:50 Inga Hlín Pálsdóttir Áfangastaðurinn Ísland  - markaðssetning, viðhorf og samstarf
13:50-14:10 Hulda K. Guðmundsdóttir - Pílagrímaganga frá Bæ í Borgarfirði í Skálholt

Ný fyrirtæki í ferðaþjónustu á Vesturlandi
14:10 Hótel Húsafell
14:20 Ice Cave Iceland
14:30 Sögufylgjur
14:40 Sögustofan Grundarfirði
15:00 Samantekt og málþingi slitið

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta