13. maí 2015

Meistaranemar sigruðu Gettu Bifröst

Það voru meistaranemar í lögfræði sem sigruðu spurningakeppnina Gettu Bifröst sem er árleg spurningakeppni á milli sviða skólans. Meistaranemarnir lögðu lið viðskiptasviðs að velli með 47 stigum gegn 28. Sigurvegararnir voru að vonum ánægðir með titilinn eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.