Fréttir og tilkynningar

Héldu fyrirlestur um kennsluhætti á Bett tæknisýningunni í London 23. janúar 2015

Héldu fyrirlestur um kennsluhætti á Bett tæknisýningunni í London

Vilhjálmur Egilsson rektor og Hjalti R. Benediktsson umsjónarmaður kennslukerfa Háskólans á Bifröst héldu erindi á Bett sýningunni í London. Sýningin er mjög stór tækniráðstefna sem fjallar um tæknilausnir á sviði æðri menntunar (e. higher education).

Lesa meira
Hollvinir Bifrastar stofna hollvinasjóð 19. janúar 2015

Hollvinir Bifrastar stofna hollvinasjóð

Félagar úr Hollvinasamtökum Bifrastar hafa tekið höndum saman og stofnað sérstakan Hollvinasjóð Bifrastar, með það m.a. að markmiði að styðja starfsemi og áframhaldandi öfluga þróun Háskólans á Bifröst.

Liðlega 900 Bifrestingar hafa þegar greitt stofnframlag til sjóðsins, sem er stofnaður samkvæmt lögum nr. 19/1988, um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Hefur þegar verið gengið frá öllum formsatriðum við sjóðsstofnunina.

Lesa meira
Viðburður í Hugheimum - Boðskort 15. janúar 2015

Viðburður í Hugheimum - Boðskort

Viðburður í Hugheimum - Boðskort

Lesa meira
Laganemi frá Bifröst í starfsnám til alþjóðasamtaka sem verja málfrelsi 12. janúar 2015

Laganemi frá Bifröst í starfsnám til alþjóðasamtaka sem verja málfrelsi

Hjörtur Ingi Hjartarson meistaranemi í lögfræði við Háskólann á Bifröst hefur verið samþykktur í starfsnám til alþjóðlegra samtaka sem heita Media Legal Defence Initiative og eru með starfstöð í London. Samtökin hjálpa blaðamönnum, bloggurum og sjálfstæðum miðlum að verja rétt sinn. Hjörtur fer út á svökölluðum Erasmus styrk í gegnum Erasmus+ áætlunina sem er á vegum Evrópusambandsins og Háskólinn á Bifröst er aðili að.

Lesa meira
Umsóknarfrestur rennur út 20. janúar í Gulleggið 12. janúar 2015

Umsóknarfrestur rennur út 20. janúar í Gulleggið

Gulleggið er frumkvöðlakeppni Klak Innovit sem haldin er að fyrirmynd MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum.

Lesa meira
Skýrsla um íslenska netverslun kynnt á fjölmennum fundi 8. janúar 2015

Skýrsla um íslenska netverslun kynnt á fjölmennum fundi

Ný skýrsla um stöðu íslenskrar netverslunar var kynnt á Nordica Hótel í morgun, 8. janúar 2015, að viðstöddu fjölmenni. Þau sem tóku til máls voru Stefán Kalmansson aðjúnkt Háskólanum á Bifröst, Emil B. Karlsson forstöðumaður RSV, Elvar Bjarki Helgason frá Íslandspósti og Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Ígló og Índí. Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku var fundarstjóri.

Lesa meira
Eiríkur Bergmann í viðtali við RT fréttastöðina 7. janúar 2015

Eiríkur Bergmann í viðtali við RT fréttastöðina

Dr. Eiríkur Bergmann prófessor við Háskólann á Bifröst var í viðtali við RT fréttastöðina þar sem hann gaf álit á tillögu um að draga umsókn Íslands í ESB tilbaka

Lesa meira
Íslensk netverslun: Kynning á nýrri rannsókn 5. janúar 2015

Íslensk netverslun: Kynning á nýrri rannsókn

Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar á íslenskri netverslun, fimmtudaginn 8. janúar kl 8:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn er opinn og allir eru velkomnir. Þátttakendur eru beðnir um að skrá þátttöku fyrirfram. Sjá nánar dagskrá og skráningarform við að smella á fyrirsögn.

Lesa meira
Háskólaskrifstofa lokuð frá 22. desember til 4. janúar 19. desember 2014

Háskólaskrifstofa lokuð frá 22. desember til 4. janúar

Lokað verður á háskólaskrifstofu og bókasafni frá 22. desember en bæði skrifstofa og bókasafn opna aftur eftir jólafrí þann 5. janúar 2015.

Með bestu óskum um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Starfsfólk Háskólans á Bifröst.

Lesa meira