Ný stjórn Merkúrs kjörin
Aðalfundur Merkúr var haldinn þann 14. mars síðastliðinn þar sem ný stjórn félagsins var meðal annars kjörin. Stefna nýrrar stjórnar er að halda áfram því góða starfi sem Merkúr hefur unnið undanfarið fyrir félagsmenn og háskólann sjálfan. Meðal annars mun Merkúr heimsækja áhugaverð fyrirtæki sem taka á móti félagsmönnum með fræðslu, skemmtun og veitingum. Eitt af markmiðum heimsókna er að auka við þekkingu og tengslanet félagsmanna. Málstofur með áhugaverðum fyrirlesurum úr viðskiptalífinu verða líkt og undanfarin ár. Málstofur gefa nemendum tækifæri á gagnrýnum og uppbyggilegum umræðum ásamt tækifæri til skoðanaskipta um mál líðandi stunda. Viðburðir líkt og hópefli nemenda, tónleikar og önnur skemmtun verður á dagskrá. Sú nýbreytni verður á að Merkúr mun standa fyrir fjölskyldudegi í Reykjavík, nánar tiltekið í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í apríl. Hlakkar nýrri stjórn til að takast á við komandi stjórnarár Merkúr og vinna í nánu samstarfi við félagsmenn.
Nýja stjórn skipa:
Hallur Jónasson, formaður
Guðrún Erna Hafsteinsdóttir, varaformaður
Jóna Dóra Ásgeirsdóttir, gjaldkeri
Soffía Dagmar Þorleifsdóttir, ritari
Hilmar Blöndal, meðstjórnandi
Jóhannes Baldvin Pétursson, meðstjórnandi
Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir, meðstjórnandi
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta