Gestafyrirlesarar á vinnuhelgi
Á vinnuhelgi á Bifröst 13.-15.mars fyrir grunnnema í fjarnámi komu tveir gestafyrirlesarar og héldu kynningu á þeirra störfum fyrir nemendur. Þetta var annars vegar Bjarki Pétursson sem er stofnandi og eigandi Zenter. Hann fór yfir mikilvægi CRM, beina markaðsetningu og hvernig tæknin getur aðstoðað og hjálpað til við að halda utan um gögn og upplýsingar með markvissum hætti. Kynninguna hélt hann í námskeiðinu CRM eða Customer Relationship Management þar sem kennari í námskeiðinu er Haraldur Daði Ragnarsson aðjúnkt og einn eigenda Manhattan Marketing.
Hins vegar var það Kristján I. Guðmundsson forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands sem hélt fyrirlestur um starfsemi stofunnar í námskeiðinu Markaðssetning ferðaþjónustu og afþreyingar. Kristján fór yfir helstu verkefni sem liggja fyrir stofunni og hvernig kynning á Vesturlandi fer fram. Kennari í því námskeiði er Brynjar Þór Þorsteinsson aðjúnkt og er hann jafnframt markaðsstjóri Háskólans á Bifröst.
Háskólinn á Bifröst hefur það að markmiði að námið sé hagnýtt og í góðum tengslum við atvinnulífið.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta