Fréttir og tilkynningar
19. desember 2014
Háskólaskrifstofa lokuð frá 22. desember til 4. janúar
Lokað verður á háskólaskrifstofu og bókasafni frá 22. desember en bæði skrifstofa og bókasafn opna aftur eftir jólafrí þann 5. janúar 2015.
Með bestu óskum um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Starfsfólk Háskólans á Bifröst.
19. desember 2014
Frá Bifröst til London
Bryndís Reynisdóttir er Bifrestingur í húð og hár en hún útskrifaðist frá Bifröst árið 2008. Í da...
Lesa meira
18. desember 2014
Viðtal við Ólaf Ísleifsson um lífeyrissjóðskerfið
Ólafur Ísleifsson framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst var í viðtali við Spegilinn á RÚV. Ólafur var spurður um íslenska lífeyrissjóðskerfið og hvernig það stendur að vígi í ljósi nýrrar mannfjöldaspár Hagstofu Íslands fram til ársins 2050. Ólafur varði doktorsritgerð sína frá Háskóla Íslands í maí s.l. sem fjallaði einmitt um íslenska lífeyrissjóðskerfið. „Íslenskir lífeyrissjóðir standa að mörgu leyti betur að vígi en eftirlaunasjóðir grannlandanna en það steðja að því ýmsar hættur“, sagði Ólafur meðal annars.
Lesa meira
15. desember 2014
Fréttabréf í desember komið út
Út er komið fréttabréfið í desember. Bryndís Reynisdóttir útskrifaðist frá Bifröst 2008 og er í dag verkefnastjóri hjá Nine Worlds, nýjungar í stærðfræðikennslu, einn misserishópurinn boðaður á fund Allsherjarnefndar Alþingis, Háskólinn á Bifröst þátttakandi í Gullegginu og margt, margt fleira.
Lesa meira
10. desember 2014
Stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu útskrifast
Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst útskrifaði 15 nemendur frá símenntun Háskólans á Bifröst úr náminu stjórnun og samvinna í ferðaþjónustu. Langflestir af þeim eru stjórnendur eða eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu. Stjórnun og samvinna í ferðaþjónustu er nám á sviði símenntunar Háskólans á Bifröst ætlað stjórnendum og öðru fólki starfandi í ferðaþjónustu.
Lesa meira
4. desember 2014
Boðuð á fund Allsherjarnefndar Alþingis
Nemendahópur sem skoðaði í misserisverkefni hugsanleg samfélagsleg áhrif verði áfengissala leyfð í matvöruverslunum var boðuð á fund Allsherjarnefndar Alþingis á dögunum til að ræða niðurstöður skýrslunnar.
Lesa meira
27. nóvember 2014
Samstarf um akademískt mat
Frá og með áramótum mun Háskóli Íslands annast mat á akademískum starfsmönnum Háskólans á Bifröst en það mat byggir á matskerfi opinberra háskóla.
Lesa meira
27. nóvember 2014
Málstofa 5. desember
Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands boðar til málstofu um þýðingu safna fyrir háskólastarf á Íslandi, þann 5. desember 2014 milli klukkan 15:00-17:00.
Lesa meira
25. nóvember 2014
Rannsóknir sýna að frjáls sala áfengis leiðir til aukinnar áfengisneyslu
Hópur nemenda við Háskólann á Bifröst skoðaði í misserisverkefni hugsanleg samfélagsleg áhrif verði frumvarp um frjálsa sölu áfengis samþykkt á Alþingi. Samantektin leiddi í ljós að einkavæðingu áfengissölu fylgir mikil aukning á verslunum sem sjá um sölu áfengis.
Lesa meira