3. mars 2015

Nemendur parketleggja frumkvöðlasetur

Vaskir nemendur á Bifröst tóku sig til og keyptu parket og lögðu á gólf frumkvöðlasetursins á Bifröst. Þeir sóttu um og fengu úthlutað styrk úr félagsmálasjóði skólans til kaupanna sem gerðu þau möguleg. Þegar ljósmyndara bar að garði voru þeir Ívar Örn og Helgi Haukur á fullu að partketleggja setrið. Þeir hafa umsjón með setrinu og nýta það til margvíslegra verka eins og að vinna að viðskiptahugmyndum eða í fundastarf tengt málefninu. Þá hafa þeir málað og teiknað business model canvas uppá veggi sem er notast við að móta viðskiptahugmyndir.

Það voru nemendur sem óskuðu eftir húsnæði til afnota og brást skólinn vel við þeirri hugmynd og veitti þeim afnot af rými sem ekki var í notkun.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta