Fréttir og tilkynningar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Gulleggið 2015 21. nóvember 2014

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Gulleggið 2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í frumkvöðlakeppnina Gulleggið 2015 Keppnin, sem var fyrst haldi...

Lesa meira
Rektorar íslenskra háskóla hafa sent frá sér yfirlýsingu 21. nóvember 2014

Rektorar íslenskra háskóla hafa sent frá sér yfirlýsingu

Rektorar íslenskra háskóla hafa sent frá sér yfirlýsingu sem var einnig send öllum Alþingismönnum sem innlegg í umræðu um frumvarp til fjárlaga.

Lesa meira
Viltu auka líkur þínar á að fá styrk úr innlendum sjóðum? 19. nóvember 2014

Viltu auka líkur þínar á að fá styrk úr innlendum sjóðum?

Í vinnusmiðjunni verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð umsókna um styrki í innlenda sjóði. Farið verður yfir undirbúning fyrir umsóknir og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Að vinnusmiðjunni lokinni gefst þátttakendum kostur á að skrifa umsókn og skila til leiðbeinanda innan 14 daga. Leiðbeinandi fer yfir umsóknina, rýnir hana og sendir til baka með upplýsingum um hvað var að.

Lesa meira
Háskólinn á Bifröst og KOMPÁS hefja samstarf 18. nóvember 2014

Háskólinn á Bifröst og KOMPÁS hefja samstarf

Á dögunum undirrituðu Háskólinn á Bifröst og KOMPÁS samning um virkt samstarf háskólans og þekkingarsamfélagsins. KOMPÁS er vettvangur um miðlun hagnýtrar þekkingar eða verkfærakista atvinnulífs og skóla, sem byggir á samstarfi fjölda fyrirtækja, stofnana, ráðuneyta, sveitarfélaga, stéttarfélaga, háskóla og fræðsluaðila um land allt.

Lesa meira
Háskólinn á Bifröst þátttakandi í Gullegginu 18. nóvember 2014

Háskólinn á Bifröst þátttakandi í Gullegginu

Háskólinn á Bifröst og Klak/Innovit skrifuðu undir samning vegna þátttöku skólans í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Með þessu vill skólinn styðja við bakið á nýsköpun og einnig hvetja nemendur að taka þátt í frumkvöðlastarfi og sækja námskeið á vegum keppninnar þeim að kostnaðarlausu.

Lesa meira
Málstofa um menningu sem atvinnustefnu haldin 21. nóvember 14. nóvember 2014

Málstofa um menningu sem atvinnustefnu haldin 21. nóvember

Málstofa er haldin til þess að ræða um menningarstefnu sveitarfélaga og menningarráða landsbyggðarinnar og hvernig hægt er að hugsa hana til framtíðar.

Rætt verður um tilgang menningarstefnu í stjórnsýslu, hvernig hún gagnast í daglegum rekstri og skipulagningu menningarverkefna. Þá verður spurt sérstaklega hvernig menningarstefna tengist atvinnustefnu sveitarfélaganna.

Lesa meira
Bingó Andrómeda haldið í vikunni 13. nóvember 2014

Bingó Andrómeda haldið í vikunni

Konuklúbburinn Andrómedur hélt hið árlega bingó sitt í gær miðvikudaginn 12 nóvember. Bingóið er fjáröflun fyrir bæði jólaföndur og jólaball fyrir börnin á Bifröst og nágrenni. Andrómedur er félagsskapur kvenna á Bifröst, klúbburinn hefur verið starfræktur frá árinu 2012. Var þetta í þriðja sinn sem bingóið var haldið og ætlunin er að hafa á hverju ári hér eftir.

Lesa meira
Rannsóknarsetur verslunarinnar velur jólagjöf ársins 12. nóvember 2014

Rannsóknarsetur verslunarinnar velur jólagjöf ársins

Það er tímanna tákn að neytendur hafa bæði hagkvæmni og gæði að leiðarljósi við innkaupin. Þetta birtist meðal annars í því að nytjahlutir til heimilisins þurfa bæði að uppfylla praktískar þarfir og lífga uppá umhverfið. Hagleiksfólk hefur þess vegna fengið útrás fyrir hæfileika sína í fegrun nytjahluta af ýmsum toga. Í ljósi þessa er það mat sérskipaðrar dómnefndar að jólagjöfin í ár sé: Nytjalist.

Lesa meira
Sýning íslensks atvinnulífs: Alhliða menntun og tækniþekking mikilvæg verkfæri fyrir framtíðina 11. nóvember 2014

Sýning íslensks atvinnulífs: Alhliða menntun og tækniþekking mikilvæg verkfæri fyrir framtíðina

Vikuna 3.-7. nóvember var skólaútgáfa sýningar um íslenskt atvinnulíf sett upp í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Í sömu viku var haldinn fjölmennur viðburður með um 150 nemendum úr skólanum og nemendum í 8.-10. bekk við Grunnskóla Grundarfjarðar og Grunnskóla Snæfellsbæjar. Gestir dagsins voru frá Norðuráli, Sjávariðjunni Rifi og Landssamtökum kúabænda.

Lesa meira