Ágúst Einarsson tilnefndur til viðurkenningar Hagþenkis
Ágúst Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst hefur verið tilnefndur til viðurkenningar Hagþenkis fyrir bók sína Hagræn áhrif ritlistar.
Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, hefur tilnefnt tíu rithöfunda og rit til viðurkenningar Hagþenkis 2014. Viðurkenning Hagþenkis 2014 verður veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í byrjun mars. Hún felst í árituðu heiðurskjali og einni milljón króna. Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings.
Háskólinn á Bifröst óskar Ágústi innilega til hamingju með tilnefninguna.
Hægt er að lesa meira um tilnefninguna og aðra sem tilnefndir voru á heimasíðu Hagþenkis.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta