Háskólinn á Bifröst tekur þátt í LawWithoutWalls 2015 - Harvard og Stanford meðal þátttakenda 29. janúar 2015

Háskólinn á Bifröst tekur þátt í LawWithoutWalls 2015 - Harvard og Stanford meðal þátttakenda

Setningarhátíð LawWithoutWalls (LWOW) verkefnisins eða hið svonefnda ‘Kick Off’ fór fram nú í janúar í  Dublin á Írlandi. Laganemar frá Bifröst ásamt Helgu Kristínu Auðunsdóttur sviðsstjóra lögfræðisviðs voru viðstaddir setningarhátíðina og voru þar í hópi rúmlega tvö hundruð laganema, fræðimanna, lögfræðinga og fjárfesta sem komu víðsvegar að úr heiminum.  Setningarhátíðin í Dublin markar upphaf þátttakenda að LWOW verkefni sem unnið verður að næstu þrjá mánuði. Þar voru jafnframt myndaðir hópar sem samanstanda af allt að tíu nemendum og leiðbeinendum. Leiðbeinendurnir eru fræðimenn eða koma úr atvinnulífinu en einnig eru starfandi lögfræðingar og lögmenn frá Eversheds og öðrum framsæknum fyrirtækjum nemendum til leiðsagnar.  Markmið verkefnisins er að nemendur öðlist þekkingu og færni  í leiðtogahæfni, hópavinnu, hagnýtri tækniþekkingu  og skapandi og lausnamiðaðri hugsun. Hátt í 450 fræðimenn, áhættufjárfestar, frumkvöðlar, og lögfræðingar víðsvegar úr heiminum taka þátt í þessu einstaka verkefni.


Í ár taka fimm nemendur frá Bifröst þátt í verkefninu þau, Arnar Stefánsson, Hjörtur Ingi Hjartarsson, Ásdís Hrönn Pedersen og Selma Smáradóttir. Auk þeirra var Sigtryggur Arnþórsson ( ekki á mynd) aftur valinn í ár sem sérstakur ráðgjafi í hópastarfi  (e. Alumni mentor) vegna framúrskarandi árangurs frá fyrra ári. Þátttakendur eru laganemar sem valdir eru að loknu ströngu umsóknarferli og persónulegu viðtali við fulltrúa frá University of Miami.
 

Háskólinn á Bifröst óskar þessum nemendum til hamingju með þetta einstaka tækifæri til að taka þátt í þessu alþjóðlega verkefni.

Sjá nánar um viðskiptalögfræði hér.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta