25. febrúar 2015

Fjölmörg tækifæri í auknu samstarfi Háskólans á Bifröst og atvinnulífs á Vesturlandi

Nýverið funduðu fulltrúar frá Háskólanum á Bifröst og fulltrúar frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) þar sem rætt var um aukið samstarf á milli Bifrastar og SSV sem og aukið samstarf á milli Bifrastar annars vegar og atvinnulífs og sveitarfélaga á Vesturlandi hins vegar.  Það er ljóst að ýmis tækifæri eru til staðar og má þar nefna samstarf um rannsóknir, loka- og misserisverkefni nemenda, starfsþjálfun nemenda og endurmenntun starfsfólks svo fátt eitt sé talið.  Rannsóknir sýna að einn af lykilþáttum í vexti og viðgangi landssvæða í nútímasamfélögum er samstarf háskóla og atvinnulífs.  Með auknu samstarfi þessara aðila á Vesturlandi náum við ennfrekar að auka hagvöxt á svæðinu og nýta sóknarfærin.

Í lok fundar var þeim Vífli Karlssyni atvinnuráðgjafa hjá SSV og Pálmari Þorsteinssyni verkefnamiðlara Háskólans á Bifröst falið að vinna tillögur að verkefnum sem mætti setja af stað sem fyrst.


 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta